Go to navigation .
Sonja Sif Jóhannsdóttir er fædd 1975, er gift og á fjögur börn. Hún ólst upp á sveitabæ í Skagafirði og hefur náttúran alltaf átt stóran sess í hennar lífi. Sonja er íþróttafræðingur að mennt og starfar sem framhaldsskólakennari í Menntaskólanum á Akureyri, þar sem hún er búsett. Sonja æfði hinar ýmsu greinar íþrótta á sínum yngri árum þó að frjálsar íþróttir hafi vegið þyngst. Undanfarin ár hefur útivistin verið fyrirferðamikil í hennar lífi þar sem hún stundar fjallgöngur, hlaup og hjólreiðar. Hún leggur rækt við að blanda hreyfingu og náttúruupplifun saman, sér til gleði og yndisauka bæði heima og erlendis.