Go to navigation .
Ég heiti Íris Sveinsdóttir og er hárgreiðslumeistari að mennt. Ég rek hárgreiðslustofur bæði á Íslandi og í Þýskalandi, en þar bjó ég í rúm 20 ár þangað til að ég ákvað að flytja aftur heim til Íslands 2007. Eftir heimkomuna hóf ég leiðsögunám í Endurmenntun Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2009. Síðan þá hef ég starfað sem leiðsögumaður bæði hér heima og erlendis.
Frá því ég fyrst man eftir mér hef ég ferðast. Foreldrar mínir þeyttust með mig og systur mína um landið þvert og endilangt og ekki þótti mér það leiðinlegt. Búandi í Evrópu notaði ég hverja frístund til ferðalaga. Það eru mikil forréttindi að getað sameinað vinnu og áhugamál og ekki skemmir fyrir að eiginmaður minn, Jón Guðmundsson, er mikill fjallamaður og eru ferðalög og útivist okkar aðaláhugamál.
Við eigum sameiginlega þrjú börn, tvær stelpur og einn strák. Auk þess eigum við hundinn Pjakk en honum má auðvitað ekki gleyma. Ég hlakka til að skoða með ykkur heiminn.
Ykkar Íris
Umsögn er ágætiseinkunn. Þekking á svæðinu, sögu og menningu. Framkoma, viðmót og áhugi hennar á að allt standist er til fyrirmyndar.
Hún var jákvæð, athugul, vakandi yfir velferð farþega, alltaf til staðar fyrir þá og dugleg að afla sér upplýsinga um það sem hún hafði ekki á hreinu.
Íris er góður fararstjóri, útskýrði allar ferðir mjög vel. Hún er glaðleg, broshýr og alltaf til staðar og elskuleg. Við gefum henni 100% einkunn.
Hún gerði ferðina líflega og skemmtilega. Stóð sig vel í samskiptum við innfædda og þjappaði hópnum saman með nærveru sinni og uppátækjum.
Hún er jákvæð, áhugasöm og leggur sig fram við að þjónusta þátttakendur. Maður fylltist öryggiskennd í návist hennar og hún talaði mjög vel þýsku.