Go to navigation .
Katrín Árnadóttir er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún lauk námi í hjúkrunarfræði árið 2011 og hefur starfað við hjúkrun að mestu síðan. Hún er gift Jens Þór og saman eiga þau tvo syni og fjárhundinn Nap.
Katrín átti sínar helstu fyrirmyndir í skíðagöngu á uppvaxtarárunum á Ísafirði og fór svo sjálf að æfa íþróttina um 10 ára aldur. Hún keppti á unglingsárum og fram á fullorðinsár með góðum árangri og fékk inngöngu í fjölþrautarfélagið Landvættir árið 2013.
Í dag nýtur hún hverskyns hreyfingar og útivistar með fjölskyldunni, á skíðum, hlaupum, fjallahjólreiðum eða göngum.
Segir vel til, tillitsöm og sinnti öllum. Alltaf brosandi og glöð.
Áhugasöm, hress og jákvæð og umhugað um þátttakendur.
Alltaf tilbúin að hjálpa og leiðbeina.