Pavel Manásek

Pavel Manásek

Pavel Manasek hóf píanónám sex ára gamall. Hann lagði stund á orgelleik í Konservatoríinu í Kromeris og síðan í Prag-akademíunni. Pavel starfaði sem organisti og söngstjóri við Háteigskirkju 1993-1999 og á árunum 1991-1993 sem organisti og skólastjóri Tónlistarskólans á Djúpavogi. Jafnframt var hann undirleikari hjá leiklistardeild Listaháskóla Íslands.
 
Árin 1999-2001 stundaði Pavel nám í hljómsveitarstjórn hjá Otakar Trhlík, prófessor við Janácek-tónlistarháskólann í Brno. Auk þess tók hann þátt í International workshop for conductors í Zlin hjá Kirk Trevor prófessor. Enn fremur sótti hann námskeið í orgelleik hjá Martin Hasselbock í Lübeck í Þýskalandi.
 
Pavel vann 2. verðlaun í keppni ungra organista í Opava í Tékklandi árið 1984 og sigraði í sömu keppni árið 1996. Síðan vann hann til þriðju verðlauna í Þjóðarkeppni organista í Brno. Hann hefur líka tekið þátt í alþjóðlegu tónlistarkeppninni Prague spring í Prag, í Budapest í Ungverjalandi og í Korschenbroich í Þýskalandi. Árið 2009 fluttist Pavel til Tékklands og stuttu eftir var hann ráðinn sem skólastjóri í Konzervatoř Brno, sem er næststærsta borg Téklands.
 
Pavel Manasek hefur töluverða reynslu af fararstjórn en hann hefur leitt ferðamenn, kóra og starfshópa um Tékkland, Þýskaland, Austurríki, Pólland, Slóvakíu og Ungverjaland auk þess sem hann starfaði eitt sumar á Fuerte Ventura.

Umsagnir farþega

Mæli með Pavel vegna þess að hann kann að skipuleggja, fræða og ráða fram úr öllu sem þurfti að gera.

Hann hugsar mjög vel um hópinn. Hann er skemmtilegur og fróður, talar og skilur íslensku vel.

Hann er bara einn sá allra besti fararstjóri sem ég hef farið með. Óþreytandi að fræða og svara spurningum, segja sögur og aðstoða.

Pavel er mjög skemmtilegur, góður, áhugasamur og fróður.

Yndislegur í alla staði. Vissi sögu landsins og allt sem hann var spurður um og alltaf tilbúinn að hjálpa okkur.




Póstlisti