Einar Skúlason

Einar Skúlason

Einar Skúlason er fæddur í Kaupmannahöfn 1971. Hann er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og MBA gráðu frá Háskólanum í Edinborg.

Hann hefur unnið við markaðsstörf á nokkrum stöðum, var framkvæmdastjóri Alþjóðahússins og kynningarstjóri Fréttablaðsins en hefur síðustu ár starfrækt gönguklúbbinn Vesen og vergang og gönguappið Wapp-Walking app. Í tengslum við gönguklúbbinn hefur Einar verið leiðsögumaður og fararstjóri í hundruðum ferða innanlands og erlendis.

Einar skrifaði jafnframt tvær bækur um gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur.

Umsagnir farþega

Hann reyndist bæði fróður og áreiðanlegur.

Hann er sá besti fararstjóri sem ég hef haft.

Einar er fagmaður á sínu sviði. Kemur fram af virðingu við alla í hópnum og heldur einstaklega vel utan um hann. Passar vel uppá að allir njóti sín og fái nauðsynlegar upplýsingar.

Mikill göngugarpur, mjög gefandi, skemmtilegur og þægilegur í samskiptum.

Mjög traustur, með þægilegt viðmót, hugsar vel um alla í hópnum.




Póstlisti