Sævar Skaptason

Sævar Skaptason

Sævar Skaptason hefur alla tíð verið mikið fyrir útivist. Hann byrjaði að starfa við ferðaþjónustu árið 1981 og var þá skálavörður í skála Ferðafélags Íslands í Langadal, Þórsmörk, til ársins 1986. Yfir sumartímann árin 1989 og 1990 starfaði hann einnig sem skálavörður í Landmannalaugum.

Sævar fór síðan í Leiðsöguskólann og starfaði sem leiðsögumaður með þýska ferðamenn hér heima í fjögur sumur. Hann hefur búið í Þýskalandi og unnið þar á ferðaskrifstofu sem sérhæfði sig í ferðum til Íslands og talar reiprennandi þýsku.

Sævar hefur verið virkur félagi í Hjálparsveit Skáta í Kópavogi síðan 1975. Hans helstu áhugamál er útivist af ýmsu tagi, eins og fjallahlaup, götuhlaup, gönguferðir, skíðaferðir, hjólaferðir og fleira í þeim dúr. Hann hefur farið sem fararstjóri í hlaupaferðir, skíðaferðir og gönguferðir en auk þess hefur hann m.a. tekið þátt í maraþoninu á Kínamúrnum, Tíbetmaraþoninu í 3.800 m hæð yfir sjó og fjölmörgum maraþonum víða um heim.

Sævar var framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda frá árinu 1998-2023 og er í dag stjórnarformaður Ferðaþjónustu bænda.

Umsagnir farþega

Góður fararstjóri, með gott viðmót og veitir frábæra þjónustu.

Sævar er frábær fararstjóri og félagi. Hann er góður skíðamaður og leiðbeinir eftir þörfum. Hann er ábyggilegur, skapgóður og hugsar vel um hópinn sinn.

Sævar er léttur og skemmtilegur......ekkert vesen!

Sævar var með gott skipulag, tíminn vel nýttur og með reynslu sem hlaupari.

Sævar er frábær fararstjóri, vinalegur, þægilegur og með hlutina á hreinu.




Póstlisti