Kristján Hauksson

Kristján Hauksson

Kristján Hauksson er fæddur árið 1974, uppalinn á Ólafsfirði og hefur verið á gönguskíðum frá 4 ára aldri. Verðlaunasafnið er nú löngu komið niður í kassa og þó keppnisáhuginn sé ekki eins og hann var þá hefur áhuginn fyrir útbreiðslu skíðagöngunnar aldrei verið meiri en nú.

Kristján er reynslumikill þjálfari og hefur lokið námskeiðum frá Skíðasambandi Íslands auk þess að þjálfa bæði börn, unglinga og fullorðna til fjölda ára. Hann er formaður Skíðafélags Ólafsfjarðar, einn af lykilmönnum í uppbyggingu Fjarðargöngunnar á Ólafsfirði og hefur nú undanfarin 3 ár verið í þjálfarateymi Skíðafélags Ólafsfjarðar sem hefur tekið á móti fjölda gesta á skíðagöngunámskeið.

 Helstu áhugamál fyrir utan skíðagönguna eru fjölskyldan, fjallaskíði, hjólreiðar, almenn útivist og tónlist.

Umsagnir farþega

Glaðlegur og hvetjandi.

Flottur skíðakennari, hvetjandi og gefur góð ráð.

Alltaf jákvæður og skemmtilegur.

Frábær kennari.




Póstlisti