Aðalheiður Jónsdóttir

Aðalheiður Jónsdóttir

Aðalheiður Jónsdóttir, eða Alla eins og hún er alltaf kölluð, er fædd og uppalin í Vesturbænum í Reykjavík. Hún hefur verið fararstjóri meðal annars á Costa del Sol, Mallorca, Kanaríeyjum, í Portúgal og Brussel, auk þess sem hún hefur verið leiðsögumaður innanlands fyrir smærri hópa. Á ferðalögum leggur hún áherslu á að njóta þess sem áfangastaðurinn hefur upp á að bjóða og njóta ólíkrar menningar.

Auk þess að nema spænska tungu og menningu við Háskólann í Granada, hefur hún lagt stund á ensk málvísindi og bókmenntir, fjölmiðlafræði og alþjóðasamskipti. Alla hefur starfað mikið við menntamál og viðburðastjórnun og hefur mikinn áhuga á hvers kyns vísindum og fræðum enda hefur hún starfað á þeim vettvangi síðastliðin ár.
Alla hefur ferðast víða, um alla Evrópu og S-Ameríku og búið á Spáni, í Bólívíu og í Brussel. Helstu áhugamál hennar fyrir utan fjölskylduna og ferðalögin eru sund, útivist, hannyrðir og hundar.

Umsagnir farþega

Hress og skemmtileg. Ég mun örugglega fara með henni aftur í ferð

Hún hélt vel utan um hópinn, fróð og segir skemmtilega frá. Hélt vel áætlun í ferðum

Hún er skipulögð, gefur af sér og þekkir svæðið vel

Aðalheiður er jákvæð og þægileg. Hún hefur allt það sem fararstjóri þarf að hafa




Póstlisti