Go to navigation .
Kristín Jóhannsdóttir er fædd 1960 og uppalin í Vestmannaeyjum. Eftir nám varð Kristín fréttaritari RÚV í Berlín. Hún gengdi því starfi í 10 ár á sögulegu tímabili eftir fall múrsins 1989. Hún var kynningar- og markaðsstjóri Icelandair í Þýskalandi frá 2000 – 2004, en þá kölluðu heimahagarnir. Frá 2004 hefur hún búið í Vestmannaeyjum séð þar um ferða- og markaðsmál með meiru. Frá opnun Eldheima, eldgosasafnsins í Eyjum, hefur hún verið forstöðumaður safnsins. Kristín hefur unnið við fararstjórn víða um heim frá því á námsárunum. Hún hefur verið fararstjóri hjá Bændaferðum frá 2006.
Vísur frá farþegum:
SanssouciFriðriks mikla fögur höllfull er auðs með gnóttir.Kann um hana kynstrin öllKristín Jóhannsdóttir
SpreewaldFór í Spreewald flokkur vorOg ferðaðist á bátum.Allir sýndu þrek og þor,en þó með engum látum.
DresdenFram til Dresden fórum hrattMeð fararstjóra röskum,Í rútunni þá gerðist glatt,Er glamra tók í flöskum.
Kristín er fróð um þá staði og svæði sem hópurinn ferðaðist um og býr yfir eiginleikum sem fararstjórar þurfa að hafa: skapprýði, þolinmæði, sveigjanleiki, hefur góða málakunnáttu og vilja til að greiða úr málum.
Kristín var góður fararstjóri. Skipulögð og notaleg, hefur góðan húmor og segir skemmtilegar sögur úr lífinu.
Hún er frábær, fróð og þægileg í allri umgengni. Hún vildi allt fyrir okkur gera og var alltaf til taks.
Hiklaust er hægt að mæla með Kristínu. Hún er afar þægileg og hélt vel utan um hópinn. Gerði ferðina bæði skemmtilega og fróðlega.
Gerði ferðina mjög áhugaverða og skemmtilega. Kristín segir skemmtilega frá, er skipulögð og skilar starfi sínu mjög vel.