Go to navigation .
Diljá Helgadóttir er líftæknifræðingur og framhaldsskólakennari að mennt og búsett á Ólafsfirði, Mekka skíðagöngunnar, ásamt manni og þremur börnum. Frá unga aldri hefur hreyfing verið stór þáttur í lífi hennar, en hún var á yngri árum fyrst og fremst í fimleikum og klassískum ballett. Undanfarin ár hefur útivistin átt hug hennar allan og fékk hún sannkallaða skíðagöngusótt, þó hlaup og fjallgöngur eigi ávallt sinn sess. Diljá hefur tekið þátt í mörgum almenningsgöngum hér heima og í Evrópu, með mikilli gleði. Síðustu tvö ár hefur hún verið að kenna fólki listir skíðagöngunnar í samstarfi við hótelin í Fjallabyggð.
Frábær! 100% í alla staði.
Skilningsrík, góður leiðbeinandi og jákvæð.
Ótrúlega gefandi að hafa Diljá sem kennara, hvetjandi og skemmtileg.
Sinnti hverjum og einum og ráðlagði um hvað betur mætti fara sem og að hjálpa fólki við að ná markmiðum sínum.
Dilja er alveg einstök. Góður kennari og manneskja og segir vel til.