Go to navigation .
Einar Ólafsson er tvöfaldur Ólympíufari í skíðagöngu, margfaldur Íslandsmeistari og heldur utan um alla kennslu hjá skíðagöngufélaginu Ulli. Einar hefur einnig tekið þátt í fjölda almenningsganga bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og býr yfir mikilli reynslu í fræðunum. Síðasta vetur var hann svo með hátt í 60 manna æfingahóp með æfingar tvisvar í viku sem tókust mjög vel. Einar hefur unun af að kenna og leiðbeina fólki á öllum getustigum í þessari frábæru íþrótt. Hann er að eðlisfari jákvæður og hress sem oftar en ekki smitar út frá sér í kennsluna hjá honum.
Einar hefur gefið út kennslubók á íslensku um skíðagöngu, en bókin er sú eina sinnar tegundar á markaðnum og er gott dæmi um ástríðuna sem hann hefur fyrir íþróttinni. Fyrir utan skíðaíþróttina sem á hug hans allan þá starfar Einar sem arkitekt á eigin arkitektastofu, Arkiteó, og hefur gert það í rúm tuttugu ár.
Ef Einar er ekki gangandi um fjöll og firnindi, hjólandi eða að róa á kajak þá er hann syndandi í laugum eða við strendur Íslands. Tennis er ein af hans uppáhalds íþróttum sem og fótbolti enda var hann í unglingalandsliði Íslands á sínum yngri árum. Hann hefur farið í nokkrar hjólaferðir erlendis og líkar best þegar hreyfing og frí fara saman. Einar hefur líka unun af því að sigla og hefur siglt seglskútum bæði hér heima og erlendis og afrekaði ásamt tveimur frændum sínum að sigla frá Noregi til Íslands á nokkrum dögum árið 2017.
Frábær og ástríðufullur kennari.
Duglegur að upplýsa um praktíska hluti og tímasetningar.
Góður þjálfari.
Frábær fararstjóri.