Raffaele Manna

Raffaele Manna

Raffaele er fæddur við Comovatnið á Ítalíu 1985. Hann gekk sína skólagöngu á Ítalíu en eyddi á sama tíma öllum sumrum í sveit í S-Þingeyasýslu og vann þar  meðal annars  sem smali og síðar á gistihúsi og í veitingaþjónustu. Á unglingsárunum vann hann við ferðaþjónustu á Íslandi, sem túlkur og leiðsögumaður fyrir ítalska ferðamenn. Hann er jafnvígur á ítölsku og íslensku og er með tvöfalt ríkisfang. Raffaele útskrifaðist 2007 frá Milano háskóla í alþjóðasamskiptum og stjórnmálafræði og flutti stuttu eftir til Íslands þar sem hann hóf störf í alþjóðaflutningageiranum, sem hann starfar við enn í dag sem deildarstjóri eftir  framhaldsnám á Íslandi í alþjóðaviðskiptum. Raffaele gjörþekkir ítalska sögu og menningu, bæði í nútíð og fortíð, og hefur mjög gaman af því að miðla þeirri þekkingu. Ungur að aldri gekk hann í barna- og unglingadeild Alpaklúbbs Ítalíu og hefur víða gengið um ítölsku fjallahéruðin. Helstu áhugamál hans eru útivist, tónlist, ferðalög og að kynnast nýjum og ólíkum menningarheimum.




Póstlisti