Go to navigation .
Steinunn H. Hannesdóttir er M.Sc íþróttafræðingur frá Háskóla Íslands. Eftir nokkur ár við skólakennslu og fleira tóku við almenningsíþróttir á líkamsræktarstöðvum og þjálfun hlaupahóps á Seltjarnarnesi í mörg ár. Hún hefur starfað við heilsuþjálfun á Reykjalundi síðan 2010.
Áherslan og áhuginn er á gönguferðum og útivist, gönguskíðum og almennri hreyfingu. Steinunn hefur verið fararstjóri í skíðagönguferðum Bændaferða síðan 2006 og í útivistarferðum síðan 2012.
Það er ekki hægt að fá betri fararstjóra!
Ákveðinn og ljúfur stjórnandi sem lætur vel að skapa vellíðan og notalegt andrúmsloft.
Hún var vel upplýst, lagði sig fram um að allt gengi vel og að allir hefðu viðfangsefni við hæfi.
Hún er áhugasöm og glöð og hefur áhuga á fólki og að því líði vel. Leggur sig fram um að skipuleggja svo allt gangi upp. Maður er öruggur og slappar af í návist hennar og kemur hvíldur heim.
Frábær í mannlegum samskiptum, hefur ánægju af því sem hún er að gera, alltaf tilbúin til að aðstoða.