Go to navigation .
Ingveldur Gyða Kristinsdóttir er kennari og náms- og starfsráðgjafi og vann til ársins 2021 við kennslu og námsráðgjöf í grunnskólum. Hún er auk þess lærður yoga-kennari og þolfimiþjálfari. Hún hefur unnið í fjölda ára á ýmsum líkamsræktarstöðvum, meðfram annari vinnu. Árið 2023 útskrifaðist hún svo sem lærður gönguleiðsögumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi og hefur starfað við ýmis konar leiðsögn síðan. Gyða, eins og hún er oftast kölluð hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífstíl, alls konar hreyfingu og stundar daglega hugleiðslu og köld böð. Gyða hefur stundað fjallgöngur í yfir 20 ár og hefur gengið á öll helstu fjöll landsins og erlendis líka.