Go to navigation .
Við hjá Bændaferðum höfum áratuga reynslu af ráðgjöf og skipulagningu spennandi ferða fyrir allskonar sérhópa til Evrópu og Kanada. Þær eru klæðskerasaumaðar eftir óskum og þörfum hópsins og unnar í góðri samvinnu við afar reynsluríkt starfsfólk okkar. Ferðirnar geta verið stuttar helgarferðir eða lengri ferðir og á hvaða árstíma sem er, allt eftir óskum hópsins.
Síðustu ár höfum við skipulagt ferðir fyrir margvíslega hópa:
Ef hópurinn telur 20 manns eða fleiri og hugurinn stendur til utanlandsferðar, hafðu þá endilega samband og við bjóðum ykkur ráðgjöf um skipulag, framkvæmd og fararstjórn. Hér fyrir neðan getur þú sent okkur þína fyrirspurn.
Búðu til góðar minningar fyrir hópinn þinn með Bændaferðum!
Einstök ferð, mikil upplifun og gott skipulag. Þjónusta Bændaferða til fyrirmyndar.
Gaman að koma á þessar slóðir, margt að skoða og áhugavert að hitta heimamenn. Fararstjórinn einstaklega fróður um menningu og sögu þessa svæðis.
Sérhópur á Íslendingaslóðir í Vesturheimi
Vel skipulögð ferð hjá Bændaferðum, frábært hótel, góð fararstjórn og dásamlegar hjólaleiðir. Ég mun fara aftur í hjólaferð því þetta er frábær ferðamáti.
Gaman að fara í skipulagða hjólaferð með skemmtilegum ferðafélögum og góðum fararstjóra. Hótel og matur góður og kostur að dvelja á sama stað og hjóla passlegar dagleiðir út frá hótelinu.
Sérhópur til Zell am See - Hjólaferð
Þjónusta Bændaferða til fyrirmyndar. Skipulagið á ferðinni var gott, skoðunarferðir um áhugaverða staði og frjáls tími alla daga. Hótelið vel staðsett í miðbænum.
Ferðin stóðst væntingar enda frábær hópur að ferðast saman. Fararstjórinn skemmtilegur, stóð sig vel og vildi allt fyrir alla gera. Frábær viðbót að fara í siglingu á Rín.
Ferð sérhóps til Wiesbaden
Frábær ferð með skemmtilegum ferðafélögum. Tallinn falleg borg sem kom á óvart. Prógram og skipulag Bændaferða stóðst væntingar.
Vel skipulögð og þægileg ferð. Frábær dagskrá og ársáhtíðarkvöldið í kastalanum var skemmtilegt og öðruvísi.
bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sími: 570 2790