Jón Guðmundsson

Jón Guðmundsson

Ég heiti Jón Guðmundsson og kem upphaflega að vestan úr dölum, en ólst að mestu leyti upp á höfuðborgarsvæðinu. Ég er grafískur hönnuður og starfa í dag sem tæknimaður.

Alla tíð hafa útivist og ferðalög átt hug minn og hjarta. Frá því að ég man fyrst eftir mér hafa ferðalög verið eitt af mínum aðal áhugamálum, en ég hef líka mikinn áhuga á myndlist og hef haldið sýningar bæði í Frankfurt og Mainz. Þar má nefna sýningarnar „coffee with angels“ þar sem megin þema sýninganna voru englamyndir þar sem aðallega var notast við kaffi og blýant eða kaffi og krít við verkin. Tónlist er einnig eitt af áhugamálum og undanfarin 2 ár hef ég verið starfandi formaður Breiðfirðingakórsins. Oftar en ekki tek ég gítarinn fram við skemmtileg tilefni.

Ég hef starfað sem leiðsögumaður í sérferðum hérlendis með erlenda ferðamenn og fyrir nokkrum árum stofnaði ég fyrirtækið Geysirtravel í því sambandi. Hér á árum áður var ég búsettur bæði í Svíþjóð og í Þýskalandi.

Eiginkona mín er Íris Sveinsdóttir, fararstjóri hjá Bændaferðum, og saman eigum við þrjú uppkomin börn. Við erum svo heppin að útivist og ferðalög eru sameiginlegt áhugamál og höfum við ferðast mikið saman á erlendri grund. Við höfum einnig dvalið mikið í Mainz þar sem Íris rekur m.a. hárgreiðslustofu, svo það má segja að borgin sé okkar annað heimili.

 

Umsagnir farþega um Jón

„Jón er virkilega hress og skemmtilegur maður. Afar fróður um svæðið og duglegur að miðla til hópsins. Alltaf var hægt að ná í hann og hann mjög sýnilegur í ferðinni, þ.e. maður var oft að rekast á hann. Engir veikleikar.“

„Hress og skemmtilegur, var fræðandi og var duglegur að blanda geði við gestina. Frábær farastjóri!“

„Hann er svæðinu vel kunnugur, miðlar vel fróðleik og er samviskusamur sem fararstjóri.“

„Frábær fararstjóri, hef farið í margar ferðir en þessi fararstjóri stendur upp úr.“




Póstlisti