Go to navigation .
Ólafur Thorlacius Árnason er fæddur og uppalinn á Ísafirði. Hann er í sambúð með Lindu Dögg Þorbergsdóttur og saman eiga þau 3 börn. Ólafur er byggingatæknifræðingur að mennt og starfar hjá Vegagerðinni.Frá 9 ára aldri hefur skíðaganga verið partur af lífi Ólafs á einn eða annan hátt. Skíðagönguáhugi Ólafs jókst með árunum og árangurinn í keppnum líka. Á framhaldskólaaldri sannfærði Ólafur foreldra sína um að það væri komið nóg af skóla í bili og flutti til Noregs. Í Noregi naut Ólafur aðstoðar sumra af færustu þjálfurum Noregs og keppti í fjölda keppna þar í landi, víða í Evrópu og auðvitað heima á Íslandi. Í dag er Ólafur virkur meðlimur í Skíðagöngufélaginu Ulli þar sem áhuginn liggur aðallega í uppbyggingu skíðagöngustarfs fyrir börn og unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Ólafur hefur lengi starfað sem leiðbeinandi bæði fyrir fullorðna og börn.Helstu áhugamál fyrir utan skíðagöngu er almenn útivist, hlaup, stangveiði og auðvitað fjölskyldan.
Frábær skíðamaður sjálfur og átti auðvelt með að kenna öðrum.
Hress og skemmtilegur og gefur sér tíma fyrir alla, mjög góður kennari
Jákvæður og hress og gaf góð ráð.