Á gönguskíðum í Seefeld 3

Kennslu- og æfingaferð á gönguskíðum í skemmtilegum félagsskap og fallegu umhverfi er sannkallaður draumur útivistarfólks. Seefeld býður upp á allt það besta til að gera ferðina að ógleymanlegu vetrarævintýri. Svæðið við Seefeld er einstaklega fallegt og fjölbreytt. Skíðabrautir svæðisins eru rúmlega 245 km langar en þær eru í um 1.200 m hæð yfir sjávarmáli. Gist verður á glæsilegu 4* hóteli í bænum þar sem fullt fæði er innifalið. Á hótelinu er notaleg heilsulind með sundlaug, sauna og eimbaði. Flogið er með Icelandair til Innsbruck og ekið sem leið liggur til Seefeld en þangað eru aðeins um 25 km.

Í þessari ferð er skipulögð skíðagöngukennsla og því hentar hún bæði byrjendum sem lengra komnum.

Fararstjórn: Anna Sigríður Vernharðsdóttir

Skíðakennsla: Sveinbjörn Sigurðsson & Katrín Árnadóttir

Verð á mann 379.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 23.600 kr.


Innifalið

  • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
  • Ferðir á milli flugvallarins í Innsbruck og hótelsins í Seefeld.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði á fjögurra stjörnu hóteli.
  • Morgunverðarhlaðborð.
  • Léttur hádegisverður með súpu dagsins.
  • Síðdegishressing með gómsætu sætabrauði.
  • Vel útilátinn 4ra rétta kvöldverður með salathlaðborði.
  • Allir drykkir frá kl. 11:00-22:00.
  • Þemakvöldverður eitt kvöldið.
  • Aðgangur að heilsulindinni.
  • Kort í skíðagöngubrautir svæðisins.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aukagjald fyrir skíði í flug.
  • Forfalla- og ferðatrygging.
  • Þjórfé.

Myndband - Seefeld - paradís skíðagöngufólks

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Nánar um ferðina

Í ferðinni verða bæði fararstjóri og skíðakennarar. Fyrir þá sem það vilja verða skíðakennarar með æfingar og kennslu flesta daga og oft er einhver dagskrá bæði fyrir og eftir hádegi. Því er upplagt að nýta sér kennsluna hálfan daginn og æfa sig sjálfur hálfan daginn. Kennslan verður fjölbreytt og skipt er í hópa eftir getu. Þeir sem vilja frekar njóta þess að skíða á sínum eigin forsendum í dásamlegu umhverfi gera það. Markmiðið er að allir njóti sín við bestu mögulegu aðstöðu sem Alparnir hafa upp á að bjóða. 

Skíðasvæðið Seefeld

Seefeld er 3.400 manna bær í um 1.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Þessi huggulegi bær er einn vinsælasti ferðamannabærinn í Tíról. Seefeld hásléttan er umvafinn Wetterstein-, Mieminger- og Karwendelfjöllunum en hér áður var þetta mikið vatnasvæði eins og nafn bæjarins ber með sér. Ólympíuleikarnir í norrænum greinum voru haldnir þarna 1964 og 1976 og heimsmeistarakeppnin árið 1985 og aftur árið 2019. Árin 2005, 2007 og 2008 var Seefeld valið besta skíðagöngusvæðið af 232 tilnefndum svæðum í Evrópu. Á Seefeld svæðinu má finna fjöldann allan af skíðagöngubrautum enda eru skíðabrautir svæðisins rúmlega 245 km langar og henta jafnt byrjendum sem og lengra komnum. Svæðið er fimm stjörnu skíðagöngusvæði og er sökum staðsetningar sinnar á hásléttunni snjóöruggt. Skíðagöngubrautirnar eru samtengdar fimm þorpum á svæðinu þ.e. Seefeld, Leutasch, Möseren, Reith og Scharnitz og því hægt að fara nýjar og spennandi leiðir á hverjum degi. Einnig er upplagt að taka kláfinn upp á Roshütte fjallið í 1784 m hæð og njóta stórfenglegs útsýnis til allra átta en þar er vinsæll veitingaskáli. 

Vefsíða Seefeld.

Vefsíða skíðasvæðis Seefeld.

Flugið

Flogið verður með Icelandair til Innsbruck þann 1. febrúar. Brottför frá Keflavík kl. 09:55 en mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst fyrir brottför. Lending í Innsbruck kl. 15:05 að staðartíma. Frá flugvellinum í Innsbruck eru um 25 km til Seefeld. Á brottfarardegi er flogið heim kl. 16:05 frá Innsbruck. Lending á Íslandi kl. 19:40. 

Myndir úr ferðinni

Langlaufen (3) Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlaufen (3) Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlaufen Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlaufen Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlaufen im Auland, Seefeld (1) Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlaufen im Auland, Seefeld (1) Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlaufen Seefeld Seekirchl (1) Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlaufen Seefeld Seekirchl (1) Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlaufen Seekirchl, Blick auf den Gschwandtkopf Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlaufen Seekirchl, Blick auf den Gschwandtkopf Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlaufloipen Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlaufloipen Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Leutaschtal Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler

Leutaschtal Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler

Loipe Leutasch, Kirchplatzl Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Loipe Leutasch, Kirchplatzl Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Loipe Plaik Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Loipe Plaik Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Seefeld am Abend Olympiaregion Seefeld

Seefeld am Abend Olympiaregion Seefeld

Skitour Rauthhuette Olympiaregion Seefeld.Johannes Geyer

Skitour Rauthhuette Olympiaregion Seefeld.Johannes Geyer

Sonnenuntergang beim Langlaufen  Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Sonnenuntergang beim Langlaufen Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlaufen (2) Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler

Langlaufen (2) Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler

Kulinarik Seefeld Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler

Kulinarik Seefeld Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler

Langlauf in Seefeld Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlauf in Seefeld Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlauf Klassisch in Neuleutasch Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Langlauf Klassisch in Neuleutasch Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler

Eisstockschießen Seefeld in Tirol Olympiaregion Seefeld. Stephean Elsler

Eisstockschießen Seefeld in Tirol Olympiaregion Seefeld. Stephean Elsler

Après Ski in den Tiroler Alpen Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler

Après Ski in den Tiroler Alpen Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler

Après Ski Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler

Après Ski Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler

Dine around mit Blick auf das Seekirchl  Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler

Dine around mit Blick auf das Seekirchl Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler

Langlaufen (3) Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler
Langlaufen Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler
Langlaufen im Auland, Seefeld (1) Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler
Langlaufen Seefeld Seekirchl (1) Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler
Langlaufen Seekirchl, Blick auf den Gschwandtkopf Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler
Langlaufloipen Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler
Leutaschtal Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler
Loipe Leutasch, Kirchplatzl Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler
Loipe Plaik Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler
Seefeld am Abend Olympiaregion Seefeld
Skitour Rauthhuette Olympiaregion Seefeld.Johannes Geyer
Sonnenuntergang beim Langlaufen  Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler
Langlaufen (2) Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler
Kulinarik Seefeld Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler
Langlauf in Seefeld Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler
Langlauf Klassisch in Neuleutasch Olympiaregion Seefeld.Stephan Elsler
Eisstockschießen Seefeld in Tirol Olympiaregion Seefeld. Stephean Elsler
Après Ski in den Tiroler Alpen Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler
Après Ski Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler
Dine around mit Blick auf das Seekirchl  Olympiaregion Seefeld. Stephan Elsler

Fararstjórn

Anna Sigríður Vernharðsdóttir

Anna Sigríður Vernharðsdóttir er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og starfar sem ljósmóðir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún var á árum áður félagi í Hjálparsveit skáta Kópavogi og var um tíma yfirleiðbeinandi Björgunarskólans í fyrstu hjálp.

Anna Sigga, eins og hún er alltaf kölluð, hefur áhuga á alls konar útivist og nýtir hvert tækifæri til ævintýra og útivistar. Fjallgöngur, hjólreiðar og skíðaganga eru í uppáhaldi.

Katrín Árnadóttir

Katrín Árnadóttir er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún lauk námi í hjúkrunarfræði árið 2011 og hefur starfað við hjúkrun að mestu síðan. Hún er gift Jens Þór og saman eiga þau tvo syni og fjárhundinn Nap. Katrín átti sínar helstu fyrirmyndir í skíðagöngu á uppvaxtarárunum á Ísafirði og fór svo sjálf að æfa íþróttina um 10 ára aldur. Hún keppti á unglingsárum og fram á fullorðinsár með góðum árangri og fékk inngöngu í fjölþrautarfélagið Landvættir árið 2013. Í dag nýtur hún hverskyns hreyfingar og útivistar með fjölskyldunni, á skíðum, hlaupum, fjallahjólreiðum eða göngum.

Sveinbjörn Sigurðsson

Sveinbjörn Sigurðsson starfar sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari við Sjúkraþjálfarann í Hafnarfirði. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun enda þjálfaði hann í 30 ár bæði handbolta- og fótboltalið og síðustu 5 árin hefur hann komið að þjálfun skíðagöngufólks á höfuðborgarsvæðinu. Sveinbjörn hefur margþætta reynslu af hinum ýmsu keppnum bæði hér heima og erlendis og á síðustu árum hefur hann lagt meiri áherslu á skíðagöngu og skíðakennslu og sótt nær öll mót á Íslandi og helstu mót erlendis í þeirri grein.

Hótel

Hótel Bergland

Gist verður allar næturnar á 4* hóteli í miðbæ Seefeld, Hótel Bergland. Fullt fæði er innifalið, morgunverðarhlaðborð, hádegissnarl með súpu dagsins, síðdegishressing með gómsætu sætabrauði  og á kvöldin er vel útilátin fjögurra rétta máltíð með salathlaðborði. Flestir drykkir frá 11:00 á morgnanna til 22:00 á kvöldin eru innifaldir. Notaleg heilsulind er á hótelinu með sundlaug, sauna, eimbaði með salt- og ilmstillingu, innrauðum hitaklefa og köldum kerum. Boðið er upp á nuddmeðferðir gegn gjaldi. Heilsubarinn býður svo upp á te, ávaxtasafa og hollustusnarl. Herbergin eru öll með baði/sturtu, hárþurrku, síma, sjónvarpi og öryggishólfi. Gestir fá baðslopp til afnota á meðan á dvölinni stendur. Ókeypis þráðlaust net er á hótelinu. 

Vefsíða hótelsins.

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti