Verð á mann 689.900 kr.
Aukagjald fyrir einbýli 193.300 kr.
Innifalið
- 10 daga ferð.
- Flug með Icelandair, Keflavík – Nashville – Keflavík.
- Flugvallarskattar fyrir alla ferðina.
- Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
- Morgunverður allan tímann á hótelum.
- Sjá í ferðalýsingu hvaða máltíðir eru innifaldar.
(M = morgunverður, H = hádegisverður,
K = kvöldverður).
- Allar skoðunarferðir með loftkældri rútu samkvæmt ferðalýsingu.
- Aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu (Opry tónlistarhús, Sun Studio, Graceland, OAK Plantationand Museum).
- Fenjasigling í Louisiana.
- Heimsókn og vískí smökkun hjá Jack Daniel´s í Tennessee.
- Heimsókn í Tabasco verksmiðjunna á Avery eyju.
- Enskumælandi staðarleiðsögn í Nashville, Memphis og New Orleans.
- Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð.
- Íslensk fararstjórn.
Vert er að hafa í huga að gæði bandarískra langferðabíla eru ekki sambærileg við þau sem tíðkast í Evrópu, inngangur er yfirleitt aðeins fremst, það er ekki salernisaðstaða og ekki net eða borð aftan á sætum. Þrátt fyrir að Bændaferðir séu alla jafna þægilegar rútuferðir er alltaf einhver ganga, t.d. í bæjarferðum. Margar borgir eru bæði hæðóttar og ójafnar undir fæti og aðgengi að áfangastöðum þannig að leggja þarf rútunni mislangt frá. Þess ber einnig að geta að suma daga eru dagleiðir í lengra lagi til þess að unnt sé að koma hópnum á milli markverðustu staða. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.