Hörður Finnbogason

Hörður Finnbogason

Hörður Finnbogason er fæddur 1979. Hann er ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal og hefur starfað víðsvegar í ferðaþjónustunni. Síðustu ár hefur Hörður starfað sem framkvæmdastjóri Skíðasvæðisins á Dalvík og er þúsundþjalasmiður þegar kemur að áhugamálum og útivist. Hörður hefur stundað hjólreiðar, skútusiglingar og skíði ásamt allskonar ævintýramennsku um ævina. Hann hefur hlotið menntun í þjálfun, skíðakennslu og skíðagæslu ásamt því að hafa unnið við flest öll störf sem eru í boði á skíðasvæðum. Hörður hefur skíðað í Ástralíu, Bandaríkjunum og Evrópu og stefnir á Japan næst. Hann hefur ferðast mikið og skipulagt bæði skíða og hjólaferðir. Hörður hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur skíðaiðkun og skíðasvæðum og er því hafsjór fróðleiks þegar kemur að skíðamennskunni.




Póstlisti