Sumargleði í Portorož

Óviðjafnanleg náttúrufegurð, menning og slökun einkenna þessa skemmtilegu ferð þar sem við dveljum í Rósahöfninni í Slóveníu eða Portorož, en hún stendur á fallegum stað við strönd Adríahafsins. Hér er heillandi umhverfi, líflegt andrúmsloft og næg tækifæri til þess að slaka á og njóta, enda er Portorož þekkt fyrir ríka heilsulindar menningu með góðum aðgangi að jarðvarma og salti. Hér ríkir milt miðjarðarhafsloftslag og í því dafnar gróðurinn vel, runnar, pálmar og rósir. Héðan förum við í margar skemmtilegar dagsferðir. Við skoðum okkur um í hinum víðfrægu Postojna dropasteinshellum en umhverfi hellanna er mjög fallegt. Við höldum m.a. í siglingu til þorpanna Izola og Piran, sem eru tvær af perlum Istríastrandarinnar. Í Piran skoðum við minnismerki um fiðluleikarann og tónskáldið Tartini og lítum á Georgskirkjuna sem stendur tignarleg á fallegum stað á ströndinni. Umhverfi Rovinj er dásamlegt en á leið okkar þangað verður áð fyrir ofan Limski skurðinn sem iðulega er talinn vera fallegasti fjörður Króatíu. Við heimsækjum vínbónda í Pazin þar sem við snæðum léttan málsverð. Einnig verður komið til Poreč sem er einstaklega töfrandi og með elstu bæjunum við ströndina, en þar er m.a. að finna hina áhugaverðu Euphrasius basilíku frá 6. öld sem varðveitt er á heimsminjaskrá UNESCO. Í þessari dásamlegu ferð njótum við okkar í fallegum strandbæjum Istríuskagans við Adríahaf. 

Verð á mann 331.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 68.500 kr.


Innifalið

  • 8 daga ferð.
  • Flug með Play og flugvallarskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
  • Morgun- og kvöldverðir á hóteli.
  • Léttur hádegisverður í Pazin
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
  • Siglingar.
  • Hádegisverðir aðrir en í Pazin.
  • Þjórfé.
  • Ferða- og forfallatryggingar.

Valfrjálst

  • Sigling til Piran og Izola u.þ.b. € 30. 
  • Postojna dropasteinshellar u.þ.b. € 25.

Nánari upplýsingar

  • Vert er að hafa í huga að þrátt fyrir að Bændaferðir séu alla jafna þægilegar rútuferðir er alltaf einhver ganga, t.d. í bæjarferðum. Margar evrópskar borgir eru bæði hæðóttar og ójafnar undir fæti og aðgengi að áfangastöðum þannig að leggja þarf rútunni mislangt frá. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

31. maí | Flug til Pula & Portorož

Brottför frá Keflavík kl. 15:10. Mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2 klst. fyrir brottför. Lending í Pula er áætluð kl. 21:30 að staðartíma. Þá verður ekið til Portorož í Slóveníu eða Rósahafnarinnar svokölluðu, þar sem gist verður í sjö nætur.

1. júní | Postojna dropasteinshellarnir

Eftir góðan morgunverð verður ekið til Postojna en þar eru hinir víðfrægu dropasteinshellar. Umhverfi hellanna er mjög fallegt og hægt er að skoða sig um í minjagripaverslunum eða kíkja á veitingastaði og kaffihús. Við tökum okkur góðan tíma til að kanna svæðið og njóta. Að því loknu verður haldið til baka til Portorož sem tekur á móti okkur með sínum suðræna blæ.

2. júní | Sigling til Piran & Izola

Í dag verður haldið í siglingu til sjávarþorpanna Izola og Piran, sem eru sannkallaðar perlur  Istríastrandarinnar. Fyrsta stopp okkar er í Izola en svo höldum við ferðinni áfram til Piran, yndislegs bæjar sem áhugavert er að skoða. Þar fæddist fiðluleikarinn og tónskáldið Tartini en minnisvarði um hann stendur á hinu glæsilega Tartini torgi. Eins er gaman að skoða Georgskirkjuna, sem stendur tignarleg á fallegum stað á ströndinni. Hér verður tími til að fá sér hádegishressingu og njóta lífsins á þessum fagra stað áður en siglt verður til baka.

Opna allt

3. júní | Frjáls dagur í Portorož

Í dag njótum við þess að vera á þessum fallega stað. Tilvalið er að nýta sér aðstöðu hótelsins til afslöppunar og einnig er dásamlegt er að ganga eftir strandlengjunni en þar er margt sem gaman er að kynna sér í rólegheitunum. 

4. júní | Dagsferð til Rovinj í Króatíu, Limski skurðurinn & vínbóndi

Króatía tekur á móti okkur í dag. Ekið verður til Rovinj sem er yndislegur listamannabær við Istríaströndina. Umhverfið er dásamlegt og við njótum þess á skemmtilegri göngu þar sem við förum meðfram ströndinni inn í miðbæ Rovinj sem er litríkur og iðar af mannlífi. Upplagt er að ganga upp að barokkkirkju heilagrar Euphemiu en þaðan er glæsilegt útsýni yfir eyjarnar og gamla bæinn. Úti fyrir Rovinj eru 22 eyjar, stærst þeirra er eyjan Sveta Katharina og sést hún vel frá gamla bænum. Einnig munum við halda niður listamannagötuna og um elsta hluta bæjarins. Á leiðinni þangað verður stoppað fyrir ofan Limski skurðinn. Hann er iðulega talinn vera fallegasti fjörður Króatíu og hefur fegurð hans dregið að sér marga kvikmyndagerðarmenn. Eftir góðan tíma í Rovinj verður ekið til Pazin og borðaður léttur hádegisverður hjá vínbónda en hjá honum er ætíð söngur og gleði.

5. júní | Slökun og rólegheit í Portorož

Slökun og rólegheit eru á dagskrá í dag. Það er upplagt að fara á ströndina, í gönguferð, sund eða rölta meðfram ströndinni, t.d. yfir til Piran. Það er upplagt að vera búin að panta sér tíma í nuddi eða öðru dekri fyrir þá sem það vilja. Í Portorož er urmull veitingastaða og kaffihúsa og þar er meðal annars hægt að smakka á ýmsu góðgæti úr sjónum og réttum með hinum víðfrægu Istría trufflusveppum sem þykja algert lostæti. Einnig er hægt að kíkja inn til kaupmanna og skoða hvað þeir hafa upp á að bjóða. 

6. júní | Dagur í Poreč í Króatíu

Í dag ætlum við til Poreč sem er með elstu bæjunum við ströndina. Euphrasius basilíkan frá 6. öld er einkar athyglisverð en hún fór á heimsminjaskrá UNESCO árið 1997. Einnig eru skemmtilegar marmaralagðar götur og fagrar byggingar sem skreyta borgina. Hér væri hægt að líta á kaupmenn bæjarins en auðvelt er að finna skemmtilegar verslanir, til að mynda mikið af skartgripaverslunum, fá sér hressingu og njóta náttúrufegurðarinnar sem er ólýsanleg á þessum einstaka stað. 

6. júní | Heimferð frá Pula

Nú er komið að heimferð eftir þessa glæsilegu og skemmtilegu ferð.
Um morguninn er upplagt að taka því rólega í Portorož en eftir hádegi verður ekið til Pula þar sem tækifæri gefst til að rölta um og fá sér góðan kvöldverð áður en haldið verður á flugvöllinn. Brottför þaðan er kl. 22:30 og áætluð lending í Keflavík kl. 01:10 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Hótel

  • Hotel Riviera Portorož

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Björk Håkansson

Björk Håkansson er fædd á Íslandi um hásumar árið 1967 og hefur alla sína ævi verið á faraldsfæti, fyrst með foreldrum sínum og síðar á eigin vegum, svo ekki sér fyrir endann á.

Fyrir rúmum þrjátíu árum fór Björk fyrst til Mið-Austurlanda og settist á skólabekk í Amman í Jórdaníu. Þar með voru línurnar lagðar hvað varðar reglulega búsetu, samskipti og samstarf við arabaheiminn.

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti