Fljótasigling á Douro

Stórglæsileg fljótasigling um sólglóandi Douro dalinn í Portúgal og að landamærum Spánar þar sem landslagið er fjölbreytt og náttúrufegurðin einstök. Ævintýrið byrjar í höfuðborg Portúgals, Lissabon, sem er með fallegri borgum Evrópu og sannkölluð paradís ferðalangsins. Við siglum frá Porto, einni af fegurstu borgum Íberíuskagans, og líðum áfram eftir ánni Duoro á fljótaskipinu MS Miguel Torga. Förum fram hjá sægrænum skógivöxnum hlíðum og njótum náttúrufegurðar en mitt í vínekrunum leynast litlar kapellur, klaustur og draumkenndir staðir þar sem tíminn virðist hafa staðið kyrr. Förum í skemmtilegar ferðir í landi m.a. til borgarperlunnar Vila Real við ána Corgo þar sem við skoðum höllina Mateus og upplifum eldheita flamengó danssýningu. Frá Vega de Terrón á Spáni verður ekið til Salamanca sem er ein af glæsilegustu borgum Castille Leo héraðsins. Siglum frá Barca d´Alva um sólskinssvæðið Região do Vinho de Porto þar sem hið fræga púrtvín er ræktað. Ljúfur er bærinn Pinhão og forna borgina Lamego sem var lofuð í fornum ritum sem ein fallegasta borg Íberíuskagans. Við kveðjum Porto eftir yndislega siglingu og fljúgum þaðan heim til Íslands.

Verð á mann 539.900 kr.

Ekki er boðið upp á einbýli í ferðinni.

42.300 kr. aukagjald á mann fyrir káetu í tvíbýli á miðju þilfari.

51.000 kr. aukagjald á mann fyrir káetu í tvíbýli á efra þilfari.

Vinsamlegast gætið þess að vegabréf gildi í 3 mánuði eftir heimkomu.

Vinsamlegast athugið að dagskrá ferðarinnar getur raskast vegna breytinga á vatnsyfirborði siglingaleiða, bilunar í skipastigum eða annarra óvæntra aðstæðna.


Innifalið

  • 9 daga ferð.
  • Flug með Play og flugvallarskattar. 
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði á hóteli í upphafi ferðar. 
  • Morgunverður á hóteli í Lissabon.
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • 8 daga fljótasigling frá Porto um Douerodalinn til Porto með MS Miguel Torga. 
  • 7 nætur á MS Miguel Torga í rúmgóðum káetum með sturtu og salerni.
  • Morgun-, hádegis- og kvöldverður á MS Miguel Torga.
  • Allir drykkir með máltíðum á skipinu, vín, bjór, vatn og kaffi.
  • Móttökudrykkur á skipinu og allir drykkir á bar.
  • Hátíðarkvöldverður síðasta kvöldið á skipinu.
  • Þrjár vínsmakkanir með snarli.
  • Aðgangseyrir í valdar kirkjur og kastala. 
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn.
  • Hádegis- og kvöldverðir (fyrir utan það sem tekið er fram í innifalið).
  • Einn kvöldverður í Lissabon.
  • Þjórfé til áhafnar á MS Miguel Torga u.þ.b. € 35 á mann.
  • Ferða- og forfallatryggingar.

Nánari upplýsingar

  • Vert er að hafa í huga að þrátt fyrir að Bændaferðir séu alla jafna þægilegar rútuferðir er alltaf einhver ganga, t.d. í bæjarferðum. Margar evrópskar borgir eru bæði hæðóttar og ójafnar undir fæti og aðgengi að áfangastöðum þannig að leggja þarf rútunni mislangt frá. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

11. ágúst | Flug til Lissabon

Brottför frá Keflavík kl. 14:50. Mæting í Leifsstöð að minnsta kosti 2 klst. fyrir brottför. Lending í höfuðborginni Lissabon kl. 20:20 að staðartíma, þar sem við gistum fyrstu nóttina okkar.

12. ágúst | Lissabon, Porto & fljótasigling á Douro

Þennan dag byrjum við í rólegheitum inn í miðborg Lissabon og njótum þess að skoða okkur um á eigin vegum fram að hádegi. Þá kveðjum við höfuðborgina og tökum stefnuna á borgina Porto sem er með eftirsóttustu ferðamannaborgum landsins. Porto er önnur stærsta borg Portúgals næst á eftir Lissabon en hún er einkar áhugaverð og blómleg menningarborg við Douro ána. Þar bíður okkar fljótaskipið MS Miguel Torga. Á fljótaskipinu verður gist í sjö nætur í þægilegum, vel búnum káetum. Við verðum boðin velkomin í stuttri athöfn áður en kvöldverður hefst. Eftir kvöldverð verður boðið upp á útsýnisferð með rútu um Porto en frá ánni skín borgin eins og glitrandi perla og við upplifum þær glæstu byggingar sem prýða borgina í ljósadýrð kvöldsins. Skipið ligur við landfestar í Porto yfir nóttina.

13. ágúst | Skoðunarferð um Porto & sigling á Régua

Á þessum glæsilega degi verður farið í borgarferð um Porto. Borgin var valin menningarhöfuðborg Evrópu 2001 en elsti hluti borgarinnar er á UNESCO heimsminjaskrá. Við byrjum í litríka hverfinu Calis da Ribeira sem býður upp á daglegan markað og þar er margt að skoða. Til dæmis má nefna gömlu tollskrifstofubygginguna Alfândega, São Francisco kirkjuna sem er ein fallegasta bygging Porto borgar, Bolsa kauphöllina og dómkirkjutorgið með Biskupahöllinni. Það er líka gaman að sjá flísalagninguna á São Bento lestarstöðinni og tignarlegu bronsstyttuna af syni borgarinnar, Henry the Navigator, sem var portúgalskur prins og landkönnuður. Fjórar brýr liggja yfir Douro ána frá Porto til bæjarins Vila Nova de Gaia en sú áhrifamesta og glæsilegasta er bíla- og göngubrúin Dom Luis. Útlit hennar er eins og þverskurður af Eiffelturninum í París en það var einmitt lærisveinn Gustavs Eiffel, hönnuðar Eiffelturnsins, sem hannaði brúna. Fallegi bærinn Vila Nova de Gaia er heimsþekktur fyrir púrtvínsgerð en miðbær hans er hlaðinn sölubásum og börum púrtvínsfyrirtækjanna sem eiga kjallara hér og því kjörið að bragða á hinu fræga púrtvíni. Nú bíður skipið eftir okkur með ljúffengan hádegisverð en meðan á honum stendur leysir skipið landfestar og við yfirgefum Atlantshafsströndina og stefnum í átt að Régua á sólglóandi Douro ánni. Á leiðinni er upplagt að fara upp á sólardekk og njóta þess að sigla fram hjá vín-, furu- og ólífuökrum Douro dalsins. Á leið okkar verður farið inn í Carrapatelo skipatröppuna sem er 35 metra há, hæst sinnar tegundar í Evrópu. Um kvöldið leggjum við að landi við bæinn Régua.

Opna allt

14. ágúst | Vila Real, Mateus höllin, Pinhão & Vega de Terrón á Spáni

Þessi ljúfi dagur byrjar á ferð til borgarperlunnar Vila Real við ána Corgo. Hér ætlum við að njóta þess að rölta um bæinn þar sem glæstar byggingar blasa við, m.a. barokkráðhúsið, Igreja Nova kirkjan og gotneska Sé São Domingos kirkjan. Ekki má gleyma að smakka á Cristas de Galo, sætabrauði bæjarins, sem er í formi hanakambs. Nú er haldið áfram að Mateus höllinni en á einni hlið hennar er að finna merki Mateus Rosé, einu mest selda rósavíni heims. Þó að þetta sé ein göfugasta eignin í Portúgal þá eru hrífandi garðurinn og hluti byggingarinnar opin fyrir gesti. Í millitíðinni hefur skipið okkar haldið áfram til bæjarins Pinhão þar sem hádegisverður bíður okkar. Við njótum náttúrufegurðar Douro dals upp á sólardekki og hrífandi náttúrufegurðin lætur ekki á sér standa. Á vorin eru gróskumiklar hlíðar við Douro ána skærgrænar, síðan breytist litur vínblaðsins yfir sumarið en uppskerutími vínyrkjanna er í september og október. Það er alltaf eitthvað nýtt að dáðst að á leið okkar og í miðjum víngörðunum eru leyndar kapellur og klaustur, hlykkjóttar götur sem eru ekki aðgengilegar bílum og draumkenndir pínulitlir staðir þar sem tíminn hefur staðið kyrr. Þetta er áhrifamikil og töfrandi sigling sem endar í Vega de Terrón á Spáni með eldheitri flamengó danssýningu. En eftir kvöldmat bíður okkar spænskt kvöld inni í setustofu.

15. ágúst | Salamanca & Barca d´Alva

Eftir góðan morgunverð verður ekið til Salamanca sem er ein af glæsilegustu borgum Castille Leo héraðsins en elsti hluti borgarinnar er á heimsminjaskrá UNESCO. Borgin, sem er við ána Rio Tormes, er ein helsta háskólaborg Spánar og háskólinn þar er með þeim elstu í Evrópu. Glæsilegar byggingar fegra borgina og sérlega skemmtilegt andrúmsloft leikur um okkur. Vert er að skoða elsta háskólann á Spáni, Casa de las Conchas sem er kenndur við pílagrímaskeljarnar á framhlið skólans, Plaza Mayor sem er eitt fegursta torgið á Spáni, barokkkirkjuna La Clerecía, gömlu og nýju dómkirkjuna og rómversku brúna Puente Romano. Við höfum svo góðan tíma til að rölta um og njóta, líta í verslanir eða setjast á útikaffihús á torginu Plaza Mayor sem er mjög vinsælt af borgarbúum. Hér í Salamanca verður hádegisverður í boði skipsins á veitingastað í borginni.

16. ágúst | Ferradosa, vínsmökkun á sveitasetri í Rio Torto & bærinn Pinhão

Nú stefnum við í rólegheitum til baka í átt að Porto. Það er upplagt er að fá sér sæti upp á sólardekki og njóta þess að sigla um Região do Vinho de Porto, sólskinssvæðið þar sem hið fræga púrtvín er ræktað. Umhverfið er dásamlegt en portúgalska skáldið Herculano lýsti náttúrufegurðinni við Douro ána sem öflugri, hátíðlegri og djúpri. Meðan á hádegisverði stendur festir skipið landfestar í Ferradosa. Eftir hádegi förum við í leiðangur um frægt vínræktarsvæði, Rio Torto, og komum við á fallegu sveitasetri í miðjum víngarðinum þar sem við munum fræðast um og smakka vín svæðisins. Því næst höldum við til Pinhão og þar gefst tími til að rölta um bæinn fyrir kvöldverð. Það er mjög áhugavert að heimsækja Pinhão lestarstöðina sem er þekkt fyrir málaðar keramikflísar (azulejos) sem norðurhluti Portúgals er frægur fyrir. Um kvöldið er hátíðarkvöldverður á skipinu sem lýkur með dansi og góðri stemningu.

17. ágúst | Lamego & siglum til Porto

Þessi ljúfi dagur byrjar með góðum morgunverði. Eftir það bíður rútan okkar en eftir stuttan akstur komum við til gömlu biskupsborgarinnar Lamego. Stolt borgarinnar er barokkkirkjan Nossa Senhora dos Remédios en að henni liggja um 700 þrep sem leiða okkur upp að tveggja turna kirkjunni. Hingað koma hundruð þúsunda pílagríma á hverju ári. Það er töfrandi að rölta um fornar götur borgarinnar sem var lofuð í fornum ritum frá 2. öld sem ein fallegasta borg Íberíuskagans. Nú bíður hádegisverður okkar á skipinu og við njótum fegurðar Douro dalsins á leiðinni til Porto.

18. ágúst | Frjáls tími í bænum Porto & Guimarães

Um morguninn siglir lítið skip með okkur frá bryggjunni og að gamla bænum í Porto þar sem við höfum tíma til að skoða okkur um á eigin vegum áður en við snæðum hádegisverð um borð í MS Miguel Torga. Eftir hádegi verður farið í skoðunarferð um heillandi borgina Guimarães þar sem við skoðum m.a. háskólakirkjuna Nossa Senhora da Oliveira og mikilvægasta minnisvarða Guimarães borgar. Eftir kvöldverð er von á portúgölsku þjóðlagakvöldi í setustofunni á skipinu.

19. ágúst | Kveðjustund & heimflug frá Porto

Nú er komið að kveðjustund eftir dásamlega daga á þessari stórglæsilegu siglingu um Douro dalinn. Eftir að hafa kvatt áhöfnina verður stefnan tekin inn í Porto þar sem gefinn verður frjáls tími til að skoða borgina betur og kanna umhverfið. Upplagt er að fá sér góðan kvöldverð inni í borginni áður en lagt verður af stað út á flugvöll. Brottför þaðan kl. 20:55 og lending í Keflavík kl. 23:55. 

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Hótel & gisting

  • 1 nótt Lissabon - My Story Hotel Tejo
  • 7 nætur á MS Miguel Torga í káetu. 

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður Bjarnadóttir (Hófý) heiti ég og er fædd árið 1960 á Patreksfirði. Ég er móðir þriggja drengja og er búsett í Bæjaraskógi í Þýskalandi um þessar mundir með yngsta drenginn, Gabríel Daða. Eiginmaður minn er Norbert Birnböck sem var einn af bílstjórum Bændaferða.

Skip

MS Miguel Torga

Skipið var smíðað og vígt árið 2017. Hönnun þess fær innblástur frá frægum vínum Porto og byggingarlistar borgarinnar með vínrauðum lit, ljósum við og svörtu stáli sem minna á portvíntunnur og Dom Luis brúna frægu. Á skipinu eru 66 káetur sem allar eru með sérbaðherbergi, sjónvarpi, öryggishólfi, loftræstingu og þráðlausri nettengingu. Frá veitingastaðnum eru stórir útsýnisgluggar sem gera þér kleift að njóta landslagsins. Á aðalþilfarinu er glæsilegur veitingastaður þar sem morgun-, hádegis - og kvöldverður er borinn fram og á miðjuþilfarinu er hugguleg setustofa og bar þar sem hin ýmsu skemmtiatriði fara fram. Á sólarþilfarinu eru sundlaug og sólbekkir. Fullt fæði er innifalið og einnig allir drykkir með mat og á barnum meðan á siglingu stendur (að undanskildum sérseðli).

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti