MS Miguel Torga

MS Miguel Torga

Skipið var smíðað og vígt árið 2017. Hönnun þess fær innblástur frá frægum vínum Porto og byggingarlistar borgarinnar með vínrauðum lit, ljósum við og svörtu stáli sem minna á portvíntunnur og Dom Luis brúna frægu. Á skipinu eru 66 káetur sem allar eru með sérbaðherbergi, sjónvarpi, öryggishólfi, loftræstingu og þráðlausri nettengingu. Frá veitingastaðnum eru stórir útsýnisgluggar sem gera þér kleift að njóta landslagsins. Á aðalþilfarinu er glæsilegur veitingastaður þar sem morgun-, hádegis - og kvöldverður er borinn fram og á miðjuþilfarinu er hugguleg setustofa og bar þar sem hin ýmsu skemmtiatriði fara fram. Á sólarþilfarinu eru sundlaug og sólbekkir. Fullt fæði er innifalið og einnig allir drykkir með mat og á barnum meðan á siglingu stendur (að undanskildum sérseðli).




Póstlisti