Gefðu gjafabréf

Gleddu þína nánustu með ævintýraferð og ævilangri minningu. Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í ferð hjá Bændaferðum, og upp í fjölbreytta gistingu og ferðir hjá Hey Iceland.

Sérhópaferðir

Við hjá Bændaferðum höfum áratuga reynslu af ráðgjöf og skipulagningu spennandi ferða fyrir sérhópa til Evrópu og Kanada.

Hvernig er best að undirbúa sig fyrir hjólaferð

Bændaferðir bjóða upp á skemmtilegar hjólaferðir um falleg svæði víðsvegar í Evrópu. Vinsældir hjólreiða hafa aukist ár frá ári og sannur hjólreiðakappi á skilið að upplifa vindinn í hárið á fleygiferð, eða í rólegheitum, um sveitir, borgir og bæi. Eins og með flest annað í lífinu þá er uppskera almennt í samræmi við það sem lagt er inn og því nokkuð öruggt að því betur sem hugað er að grunnformi og búnaði því betur nýtur þú ferðalagsins sem framundan er.

Snæviþakið ævintýri í austurrísku Ölpunum

Gerlos er ævintýralegur bær í dalnum Zillertal í austurrísku Ölpunum þar sem hópur Íslendinga á vegum Bændaferða og gönguhópsins Vesens og vergangs dvaldi fyrr í vetur. Þetta var vikulangt ævintýri í fjöllunum þar sem dúnmjúkur snjórinn lá yfir öllu og niðri í þorpinu var á kvöldin gómsæts matar notið á fjögurra stjórnu hótelinu Tirolerhof. Um hálftíma akstur er til stærri bæjar á svæðinu, Mayrhofen, og svo er hægt að taka lestir til borgarinnar Innsbruck sem er eins og óopnaður konfektkassi. Þvílík er fegurðin bæði hvað varðar byggingar og útsýnið til fjalla.




Póstlisti