Verð á mann í tvíbýli 469.900 kr.
Aukagjald fyrir einbýli 151.900 kr.
Innifalið
- 10 daga ferð.
- Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
- Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
- Einfaldur morgunverður níu morgna.
- Einn kvöldverður í Mountain.
- Einn hádegisverður í Árborg.
- Skoðunarferð um Winnipeg með innlendum leiðsögumanni.
- Aðgangur að safni í Árborg.
- Aðgangur að safni í Gimli.
- Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
- Íslensk fararstjórn.
Máltíðir eru almennt ekki innifaldar í ferðinni, nema einfaldur morgunverður alla morgna. Gott er að hafa með sér nasl í bílnum. Í honum er til sölu vatn gegn vægu gjaldi en gott er að taka líka með sér vatnsflösku sem hægt er að fylla á. Stundum mun fararstjórinn panta sameiginlega máltíð eða taka frá borð á veitingastað þannig að hópurinn snæðir saman. Það er mjög mismunandi hvað kvöldverður kostar, allt miðað við hvort farþegar vilja fá sér einfalda máltíð eða fara fínt út að borða.
Vert er að hafa í huga að gæði bandarískra og kanadískra langferðabíla eru ekki sambærileg við þau sem tíðkast í Evrópu, inngangur er yfirleitt aðeins fremst, það er ekki salernisaðstaða og ekki net eða borð aftan á sætum. Þrátt fyrir að Bændaferðir séu alla jafna þægilegar rútuferðir er alltaf einhver ganga, t.d. í bæjarferðum. Margar borgir eru bæði hæðóttar og ójafnar undir fæti og aðgengi að áfangastöðum þannig að leggja þarf rútunni mislangt frá. Þess ber einnig að geta að suma daga eru dagleiðir í lengra lagi til þess að unnt sé að koma hópnum á milli markverðustu staða. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.