Verð á mann 999.900 kr.
Aukagjald fyrir einbýli 172.700 kr.
Innifalið
- 17 daga ferð.
- Flug með Icelandair Keflavík – Toronto – Keflavík.
- Áætlunarflug með Air Transat á almennu farrými Toronto – Lima – Toronto.
- Flugvallarskattar fyrir ofangreind flug.
- Innanlandsflug í Perú frá Lima til Cusco.
- Innanlandsflug í Perú frá Juliaca til Lima.
- Allar rútuferðir samkvæmt ferðalýsingu.
- Skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu.
- Lestarferðir í Urubamba dalnum samkvæmt ferðalýsingu.
- Bátsferðir á Titicaca vatni samkvæmt ferðalýsingu.
- Bátsferð út í eyjuna Ballestas.
- Útsýnisflug yfir Nazca Lines.
- Gisting í 14 nætur á 4* og 5* hótelum í Perú samkvæmt landsmælikvarða.
- Máltíðir samkvæmt ferðalýsingu.
(M = morgunv. H = hádegisv. K = kvöldv.)
- Enskumælandi staðarleiðsögn í Perú.
- Íslensk fararstjórn.
- Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð.
Vert er að hafa í huga að sérferðir eru lengri ferðir á fjarlægari slóðir. Alltaf er eitthvað um göngur og mörg svæði eru bæði hæðótt og ójöfn undir fæti og aðgengi að áfangastöðum misjafnt og stundum krefjandi.
Þess ber einnig að geta að suma daga eru dagleiðir í lengra lagi til þess að unnt sé að koma hópnum á milli markverðustu staða. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.
Hafa ber í huga að Machu Picchu er staðsett í um 2400 metra hæð og Sólarhliðið í um 2700 metra hæð og þegar svona hátt er komið er minna súrefni í loftinu en á lágsléttu. Þrekið er hugsanlega minna og fólk gæti verið andstyttra en venjulega. Það er mikilvægt að vera vel skóaður og undirbúa sig fyrir ójafna stíga og tröppur til að komast um svæðið.
Ganga að Sólarhliðinu frá Machu Picchu og til baka tekur um 2 tíma og er um 4 kílómetra löng, upphækkun er um 290 metrar. Leiðin er nokkuð aflíðandi upp í móti en seinustu 15 mínúturnar má búast við meiri bratta. Miðlugserfið ganga. Mikilvægt að hafa vatn meðferðis.