Verð á mann 999.900 kr.
Aukagjald fyrir einbýli 249.100 kr.
Innifalið
- Áætlunarflug með Icelandair til og frá Istanbul.
- Áætlunarflug með Turkish Airline til og frá Kaíró.
- Innanlandsflug Kaíró – Lúxor – Kaíró.
- Flugvallarskattar.
- Allar rútuferðir í nútímalegum loftkældum rútum samkvæmt ferðalýsingu.
- Gisting í 5 nætur á 5* hótelum í Egyptalandi.
- Gisting í 7 nætur á 5* lúxus fljótaskipi á ánni Níl með fullu fæði.
- Gisting í 3 nætur á 5* hóteli í Istanbul.
- Máltíðir samkvæmt ferðalýsingu.
- Enskumælandi staðarleiðsögn.
- Íslensk fararstjórn.
- Vegabréfsáritun til Egyptalands.
Skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu:
- Kaíró – aðgangur að borgarvirki Salah ad-Din, moskum Mohammed Ali, soldánsins Hassan og Al-Rifa'i og að Egypska safninu.
- Alexandría – aðgangur að grafhvelfingum rómverska keisaradæmisins, Pompey súlunnar, Quait Bay borgarvirkinu, fornbókasafni Alexandríu og að Wadi el Natrun klaustrunum.
- Þeba – með Konungadalnum, Hatshepsút hofinu og Memnonsstyttunum.
- Edfu – aðgangur að Hórusarhofinu.
- Aswan – Ókláraða broddsúlan, Aswan stíflan og sigling til Elephantine eyju. Bátsferð til Núbíuþjóðflokksins.
- Kom Ombo – aðgangur að hofi.
- Lúxor – aðgangur að Karnak hofinu og Lúxor hofinu.
- Kaíró – skoðunarferð um gamla hluta Kaíró.
- Rútuferð að pýramídum Giza.
- Topkapi Palace – aðgangur í höllina.
- Bláa Moskan – aðgangur.
- Basilica Cistern – aðgangur að neðanjarðarvatnsgeymslunni.
Vert er að hafa í huga að sérferðir eru lengri ferðir á fjarlægari slóðir. Alltaf er eitthvað um göngur og mörg svæði eru bæði hæðótt og ójöfn undir fæti og aðgengi að áfangastöðum misjafnt og stundum krefjandi.
Þess ber einnig að geta að suma daga eru dagleiðir í lengra lagi til þess að unnt sé að koma hópnum á milli markverðustu staða. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.