Einar Ágúst Yngvason fæddist á Ísafirði árið 1963 og hefur búið þar að mestu síðan, fyrir utan námsár í Reykjavík og þrjú ár í Noregi. Einar er menntaður rafmagnsiðnfræðingur og starfar hjá Rafskaut ehf. Hann var mjög virkur í skátunum á árum áður og síðar Hjálpasveit Skáta á ísafirði þar sem hann var formaður í nokkur ár.
Einar hefur mikið stundað útivist í gegnum tíðina og keppt í ýmsum íþróttum, t.d ½ Iron man og fjallahjólreiðum. Hann var einnig í hópi þeirra fyrstu sem luku hinum svokölluðu Landvættum, en sú þrekraun samanstendur af skíðagöngu, hlaupi, hjólreiðum og sundi.
Aðalíþrótt Einars er skíðaganga. Hann hefur keppt yfir 30 sinnum í Fossavatnsgöngunni og tekið þátt í 12 göngum úr Worldloppet mótaröðinni ásamt öðrum mótum í Noregi og Svíþjóð. Árið 2008 varð Einar fyrstur Íslendinga til að hljóta nafnbótina Worldloppet Gold Master. Einar hefur mikla reynslu af því að þjálfa skíðagöngufólk á öllum aldri og af öllum getustigum.
Einar er fararstjóri í gönguskíðaferðinni Æfingabúðir & König Ludwig Lauf 29. janúar - 5. febrúar 2015