Hjólað við strendur Króatíu
8. - 15. maí 2025 (8 dagar)
Í þessari frábæru hjólaferð njótum við heillandi stranda Adríahafsins með kristaltærum sjó, fjölbreytilegs landslags og ríkrar menningarhefðar og sögu. Við könnum umhverfi strandborgarinnar Split, þar á meðal Marjanhæð, Telegrin fjallstoppinn og hinn fagra miðbæ sem er á heimsminjaskrá UNESCO en helsta kennileiti hans er hvíta Diokletianhöllina frá tímum Rómverja. Við höldum upp í hæðirnar fyrir ofan Split, í dreifbýlið undir rótum Mosor fjalls, þar sem við hjólum meðal annars í gegnum þorpin Dubrva og Gata. Við ferðumst einnig í gegnum Cetina gljúfur og niður að ármynni Cetina við bæinn Omiš. Gefum okkur góðan tíma til að hjóla um eyjuna Brač og dveljum í fallega bænum Bol. Hjólað verður vítt og breitt um eyjuna, í gegnum bæi, við strendurnar og upp til sveita. Við komum meðal annars til elsta bæjar eyjunnar Škrip, en saga hans spannar yfir 3000 ár, og fallega fiskiþorpsins Postira. Hér er rík hefð fyrir steinsmíði og margar fagrar byggingar í heiminum skarta kalksteinum úr námunum á Brač. Víða má sjá vínekrur, ólífulundi, fíkjutré og furuskóga. Við endum ferðina okkar á góðum hjólatúr á eyjunni Hvar sem er sólríkasti staður Adríahafsins. Þar fetum við í fótspor fornra þjóða í litlum sveitaþorpum í hlíðum Hvar og niðri á sléttunni Stari Grad en þar hefur skipulag ræktarlands Forngrikkja haldið sér í gegnum árþúsundir. Í þessari ferð er boðið upp á einstaka hjólaupplifun sem mun án efa skilja eftir sig góðar minningar.