Go to navigation .
Gist verður allar næturnar á Hotel Matschner en hótelið er nýuppgert og glæsilegt (gert upp vor 2024). Þetta hlýlega fjölskyldurekna 4* hótel í bænum Ramsau er vel staðsett, en skíðagöngubrautirnar liggja beint fyrir utan hótelið. Á hótelinu eru hugguleg herbergi með baði/sturtu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og netaðgangi. Öll herbergin eru reyklaus og með svölum. Á hótelinu er bar og verönd þar sem upplagt er að hittast og eiga notalega stund. Gestir hafa aðgang að stórri heilsulind sem er tengd við hótelið með undirgöngum. Þar er hægt að slaka á eftir góðan skíðadag. Í heilsulindinni er m.a. að finna innisundlaug, setlaug og 600m2 saunasvæði með ýmis konar gufuböðum. Enn fremur er hægt að bóka ýmsar tegundir af nuddi gegn gjaldi.
Vefsíða hótelsins.