Kvennagleði í Torremolinos

Óviðjafnanleg náttúrufegurð, menning og slökun einkenna þessa dásamlegu kvennaferð um Málaga héraðið í sjálfstjórnarhéraði Andalúsíu á Spáni. Við upplifum töfrandi náttúrufegurð í strandbæjum og fjallaþorpum. Svæðið einkennist umfram allt af stórkostlegri byggingarlist sem mótaðist á tímum Máranna sem voru hér með yfirráð í næstum 800 ár. Í þessari glæsilegu ferð verður dekrað við okkur í Torremolinos við Costa del Sol ströndina. Förum í dagsferðir m.a. til Ronda eins fallegasta bæjarins í Andalúsíu en bæjarstæðið er einstakt þar sem hann stendur á gilbrúnum Guadelvin árinnar. Hér mætist stórbrotið landslag, saga og kjarni spænskrar menningar. Málaga er lífleg borg og fæðingarborg hins heimsfræga listamanns Pablo Picasso en þar má finna skemmtilega blöndu menningar og sögu. Hvíta fjallaþorpið Frigiliana við rætur Sierra Almijara fjallanna hefur nokkrum sinnum verið verðlaunað sem fallegasta þorp Andalúsíu enda umlykur náttúrufegurð Málaga héraðs það. Einnig tekur vinsæla borgina Marbella á móti okkur með náttúrutöfrum, gylltri strandlengju, lystisnekkjuhöfn og fjallafegurð. Í þessari yndislegu ferð er nægur tími til að slaka á og eiga skemmtilegar samverustundir meðal annars hjá vínbónda í Ronda og ólífubónda í Frigiliana. 

Verð á mann 379.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 114.700 kr.


Innifalið

  • 8 daga ferð.
  • Flug með Play og flugvallarskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
  • Morgun- og kvöldverðir allan tímann á hótelum.
  • Heimsókn til vínbónda með léttum hádegisverði.
  • Heimsókn til ólífuolíubónda.
  • Aðgangseyrir í dómkirkjuna í Málaga.
  • Aðgangseyrir í kastalann í Gibralfaro.
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í hallir, kirkjur og söfn, að undanskildum þeim sem eru undir innfalið.
  • Hádegisverðir.
  • Þjórfé.
  • Ferða- og forfallatryggingar.

Nánari upplýsingar

Vert er að hafa í huga að þrátt fyrir að Bændaferðir séu alla jafna þægilegar rútuferðir er alltaf einhver ganga, t.d. í bæjarferðum. Margar evrópskar borgir eru bæði hæðóttar og ójafnar undir fæti og aðgengi að áfangastöðum þannig að leggja þarf rútunni mislangt frá. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

31. ágúst | Flug til Málaga & Torremolinos

Brottför frá Keflavík kl. 14:50. Mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Málaga kl. 21:40 að staðartíma. Við keyrum að Costa del Sol ströndinni og komum á hótelið okkar í Torremolinos þar sem við gistum næstu sjö nætur. Á hótelinu okkar eru tvær sundlaugar, líkamsrækt, heilsulind og baðströnd.

1. september | Frjáls dekurdagur í Torremolinos

Dekurdagur til að njóta lífsins í Torremolinos sem er staðsettur á hinni dásamlegu sólarströnd Spánar, Costa del Sol. Hér er tilvalið að kanna fallegar strandir, sóla sig, fá sér sundsprett eða ganga meðfram standgötunni Paseo Marítimo en þar er urmull kaffihúsa og veitingastaða. Einnig er hægt að kíkja í verslanir, til dæmis á aðalverslunargötu bæjarins Calle San Miguel en gamli bærinn er í 500 metra fjarlægð frá hóteli okkar.

2. september | Skemmtilegur dagur í Málaga

Nú liggur leið okkar til Málaga, fæðingarbæjar hins heimsfræga listmálara Pablo Picasso, en hún hefur umbreyst mikið á seinustu 15 árum. Hér hefur verið ráðist í miklar endurbætur á miðbænum, strandgötunni og höfninni. Málaga er lífleg borg og þar er skemmtileg blanda, menningar og sögu. Hér er að finna Alcazaba, gamalt virki Mára sem byggt var á 11. öld, þar eru fallegir garðar og tilkomumikið útsýni yfir borgina. Frá Gibralfaro kastala sem situr á hæð fyrir ofan borgina er fallegt útsýni og mikil fjallasýn. Eftir skemmtilega skoðunarferð verður gefin frjáls tími til að upplifa borgina, líta inn á kaupmenn borgarinnar og fá sér hressingu áður en ekið verður á hótel.

Opna allt

3. september | Ronda í Andalúsíu & hádegishressing hjá vínbónda

Í dag sækjum við heim einn fallegasta bæinn í Andalúsíu, Ronda, en þar búa um 37.000 manns. Bæjarstæðið er einstakt þar sem bærinn stendur á gilbrúnum Guadelvin árinnar, hér mætast stórbrotið landslag, saga og kjarni spænskrar menningar. Yfir gilið liggur hin fallega brú, Puente Nuevo, en hún tengir saman eldri og yngri hluta bæjarins. Beggja vegna brúarinnar er dásamlegt útsýni yfir bæinn, djúpt gilið og dalinn fyrir neðan. Gamli bærinn, La Ciudad, er fylltur mjóum steinilögðum götum með fallegum torgum og byggingum. Í Ronda voru háðir miklir bardagar í spænsku borgarastyrjöldinni 1936-1939 og einnig er frægt atriði í skáldsögu Ernest Hemingways, Hverjum klukkan glymur, sagt vera innblásið af raunverulegum atburðum héðan. Ronda er þekkt sem upphafsstaður nútíma nautaats og þar er að finna einn elsta nautaatsvöll Spánar, Plaza de Toros. Eftir skoðunarferð ætlum við að kynna okkur vínframleiðslu á svæðinu og fá að smakka á afurðum heimamanna ásamt léttum hádegisverði.

4. september | Hvíta fjallaþorpið Frigiliana & heimsókn til ólífuolíubónda

Hvíta fjallaþorpið Frigiliana við rætur Sierra Almijara fjallanna hefur nokkrum sinnum verið verðlaunað sem fallegasta þorp Andalúsíu enda umlykur náttúrufegurð Málaga héraðs þorpið. Sögulegi miðbærinn er sjarmerandi með sínum glitrandi hvítu húsum sem lýsa undir Miðjarðarhafssólinni. Eitt aðdráttarafl bæjarins er Mára hverfið, Barrio Morisco, sem er það fallegasta á þessu svæði og svo gamli bærinn með fallegum gosbrunnum, minnisvörðum, kirkjum og litríkum litlum kaffihúsum og veitingastöðum. Við ætlum að njóta þess að vera á þessum fallega stað og skoða okkur um. Upplagt að fá sér hressingu og líta inn í skemmtilegar litlar verslanir. Endum daginn á heimsókn til ólífuolíubónda þar sem gaman er að smakka á afurðunum.

5. september | Fallega borgin Marbella

Hin vinsæla suður spænska borg Marbella höfðar til næstum allra með fjölbreyttum náttúrutöfrum sínum, fallegri strandlengju, lystisnekkjuhöfn og fjallafegurð. Virkar eins og friðsælt sjávarþorp með sínum eigin sjarma og glitrandi hvítu byggingum. Fjölmargir listamenn og virkilega vel stætt fólk frá öllum heimshornum laðast eins og segull að borginni á hverju ári og orðatiltækið „Marbella er hreinn lífsstíll“ hefur orðið til. Borgin á sína sögu og yfirbragð sem er skemmtilegt að upplifa í völundarhúsi gamla bæjarins með sínum sögulegu byggingum og dæmigerðu litlu veitingahúsum þar sem boðið er upp á tapas og aðra staðbundna rétti. Hér gefum við okkur góðan tíma til að njóta og kanna líf bæjarbúa sem er fjölbreytilegt og litríkt. Upplagt er að fá sér hressingu áður en ekið verður til baka.

6. september | Frjáls dagur í Torremolinos

Við höldum áfram að njóta okkar í Torremolinos og nú er frjáls tími. Upplagt er að skoða La Carihuela hverfið þar sem miðbærinn er. Það er í suðvestari enda bæjarins og íbúar þar lifðu mikið á sjávarnytjum á árum áður. Í dag eru hér bestu sjávarréttarstaðirnir í Torremolinos og víða eru skemmtilegar litlar götur með hvítkölkuðum húsum sem eru blómum skrýdd. Hér ríkir afslappað andrúmsloft. Fyrir þá sem vilja er gaman að fara í gönguferð, kíkja í verslanir eða fá sér tapasrétti á einum af fjölmörgum stöðum bæjarins.

7. september | Frjáls dagur & heimferð frá Málaga

Nú er komið að heimferð eftir glæsilega og skemmtilega ferð. Sameiginlegur kvöldverður í Torremolinos kl 17:00. Því næst verður ekið út á flugvöll í Málaga og er brottför þaðan kl. 22:40 og lending í Keflavík kl. 01:30 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Hótel

Hotel Melia Costa de Sol

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður Bjarnadóttir (Hófý) heiti ég og er fædd árið 1960 á Patreksfirði. Ég er móðir þriggja drengja og er búsett í Bæjaraskógi í Þýskalandi um þessar mundir með yngsta drenginn, Gabríel Daða. Eiginmaður minn er Norbert Birnböck sem var einn af bílstjórum Bændaferða.

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti