Perlur Króatíu - Split & Dubrovnik
2. - 9. júní 2025 (8 dagar)
Króatía er gjarnan kölluð land hinna þúsund eyja. Strandlengjan meðfram kristaltæru Adríahafinu spannar yfir 1600 kílómetra og heillandi eyjarnar meðfram ströndinni eru yfir 1200 talsins. Náttúrufegurðin er ólýsanleg og miðjarðarhafsloftslagið ríkjandi. Menningararfur Króatíu er ríkulegur og um landið eru fjölmörg svæði á heimsminjaskrá UNESCO. Hér má segja að sameinist það besta í menningu Miðjarðarhafsins og Mið-Evrópu. Í þessari ferð munum við njóta suðurhluta Króatíu og eyjanna við strandlengjuna. Við hefjum ferðina í stærstu borg svæðisins, Split, þar sem finna má Diokletian höllina frægu en borgin er sannarlega eins og lifandi safn. Við höldum einnig í siglingu til eyjunnar Brač þar sem fallegar strendur, ólífulundir og vínekrur taka á móti okkur. Leið okkar liggur áfram til Dubrovnik, Perlu Adríahafsins, sem er ein aðal menningar- og listaborg landsins og iðar af mannlífi. Á leiðinni þangað verður ekið um Neretva dalinn sem er einstakur vegna frjósemi, náttúrufegurðar og líffræðilegs fjölbreytileika. Farið verður í skemmtilega siglingu á Neretva ánni. Einnig verður ekið um Pelješac skagann og siglt yfir til eyjunnar Korcula þar sem við skoðum líflegan og skemmtilegan samnefndna miðaldabæinn. Njóttu ljúfra daga við strendur Króatíu í fallegu borgunum Split og Dubrovnik.