Dalmatíuströndin í Króatíu

Glæsileg ferð um töfrandi svæði við Dalmatíuströndina í Króatíu þar sem menning forfeðra svífur yfir. Sögulegir staðir frá tímum Rómverja, litríkar borgir og fagrar strendur taka á móti okkur. Flogið verður til Split í Króatíu og haldið á aðaláfangastað ferðarinnar, Biograd na Moru við Dalmatíuströndina í Króatíu. Frá Biograd höldum við í fjölmargar skemmtilegar skoðunarferðir, m.a. upplifum við ótrúlegt sjónarspil þegar við virðum fyrir okkur hina frægu fossa í Krk þjóðgarðinum og förum í sögufrægu borgina Split þar sem við heimsækjum Diokletian höllina. Því næst höldum við til Trogir, lítils bæjar á smáeyju sem tengd er meginlandinu en þar eru fjölmargar merkar byggingar varðveittar á heimsminjaskrá UNESCO. Einnig verður borgin Zadar heimsótt en þaðan er einstakt útsýni yfir hinar fjölmörgu króatísku eyjar. Glæsileg er líka Šibenik, elsta borgin við Adríahafið. Seinni hluta ferðar dveljum við í Mostar, perlu Bosníu Hersegóvínu. Farið verður í ljúfa göngu um miðbæ Mostar og auðvitað verður komið að frægu, gömlu brúnni Stari Most sem er tákn um friðsamlega sambúð mismunandi þjóðflokka í Mostar. Gamli bærinn er yndislegur og töfrandi blæbrigði matar og mannlífs er að finna frá öllum þessum mismunandi menningarheimum meðal bæjarbúa.

Verð á mann í tvíbýli 349.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 56.900 kr.


Innifalið

  • 11 daga ferð.
  • Flug með Play og flugvallarskattar. 
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
  • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
  • Hádegisverður í Síbenik.
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
  • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll.
  • Siglingar.
  • Hádegisverðir aðrir en undir innifalið. 
  • Vínsmökkun
  • Þjórfé.

Valfrjálst

  • Krka þjóðgarðurinn og fossar u.þ.b. € 30.

Nánari upplýsingar

Vert er að hafa í huga að þrátt fyrir að Bændaferðir séu alla jafna þægilegar rútuferðir er alltaf einhver ganga, t.d. í bæjarferðum. Margar evrópskar borgir eru bæði hæðóttar og ójafnar undir fæti og aðgengi að áfangastöðum þannig að leggja þarf rútunni mislangt frá. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

15. september | Flug til Split & Biograd na Moru í Króatíu

Brottför frá Keflavík kl. 10:45. Mæting í Leifsstöð ekki seinna en 2 klst. fyrir brottför. Lending í Split kl. 17:30 að staðartíma. Þá verður ekið í norður þar sem bærinn Biograd na Moru tekur á móti okkur í allri sinni dýrð. Þessi töfrandi strandbær býr yfir mörgum sögulegum fjársjóðum og er umlukinn náttúrufegurð. Hér gistum við í sjö nætur á góðu hóteli við ströndina. Á hótelinu er innisundlaug, sauna og heilsulind. Á veröndinni er einnig kokteilbar og örstutt á ströndina.

16. september | Dagur í Zadar

Í dag er áætluð ferð til aldagömlu lista- og menningarborgarinnar Zadar en þaðan er einstakt útsýni yfir hinar fjölmörgu króatísku eyjar. Við hefjum heimsóknina á stuttri skoðunarferð um borgina og að henni lokinni gefst hverjum og einum tími til að skoða borgina á eigin vegum. Upplagt er að fá sér hressingu, fylgjast með lífi bæjarbúa og líta inn til kaupmanna. Komið verður snemma heim á hótel og getur fólk tekið það rólega það sem eftir er dagsins.

17. september | Frjáls dagur í Biograd

Frjáls dagur og hverjum og einum gefst tækifæri til að skoða Biograd betur á eigin vegum, kanna umhverfið eða njóta þess að slaka á á hótelinu. Upplagt er að fara í göngutúr eftir ströndinni og njóta fegurðar þessa dásamlega staðar.

Opna allt

18. september | Krk þjóðgarðurinn & Krka fossarnir

Dagsferð um gimstein Dalmatíu, sjálfan Krka þjóðgarðinn sem heitir eftir 73 km langri á með sama nafni. Hér skoðum við hina frægu Krka fossa. Þarna blasir við ólýsanleg fegurð, fossar, stallar og hyljir mynda saman stórkostlegt náttúrusjónarspil sem hrífur alla sem staðinn heimsækja. Hér er um að gera að klæðast góðum skóm, því eina leiðin til að virða fyrir sér dýrðina er fótgangandi.

19. september | Split & Trogir

Dagsferð til sögufrægu borgarinnar Split, sem er hrífandi borg. Virðulegar byggingar og minjar frá tímum Rómverja prýða Split og hefur elsti hluti hennar verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan árið 1979. Borgin er eins og lifandi safn. Við heimsækjum Diokletianhöllina, sem er einn af merkilegustu minnisvörðum byggingarlistar frá tímum Rómverja en hún var byggð á mettíma á árunum frá 295 – 305 e. Kr. Höllin er líflegur staður og er oft talað um hana sem hjarta borgarinnar. Eftir góðan tíma í borginni verður ekið til Trogir, snoturs bæjar úti á smáeyju, sem tengd er meginlandinu. Elsti hluti Trogir er einnig varðveittur á heimsminjaskrá UNESCO.

20. september | Ljúfur dagur í Šibenik & hádegisverður

Šibenik er elsta borgin við Adríahafið og er staðsett við mynni árinnar Krka. Þangað er förinni heitið í dag. Við ökum sem leið liggur frá hótelinu að borginni sem er þekkt fyrir sögulegar minjar sínar. Þetta er einstaklega glæsileg borg og hér verður farið í áhugaverða skoðunarferð. Við kynnumst sögu og menningu, rekumst á gömul virki, borgarmúra, borgarhlið, fallega turna og dómkirkjuna, St. Jakov. Gengið verður um töfrandi miðaldabæinn en síðan verður gefinn tími til að kanna líf bæjarbúa. Eftir það verður sameiginlegur hádegisverður á skemmtilegum veitingastað.

21. september | Dýrðardagur í Biograd

Þessi dagur er til að njóta á þessum fagra stað, upplagt er að nota aðstöðuna á hótelinu, panta sér tíma í heilsulindinni eða skella sér í sundsprett í Adríahafi.

22. september | Mostar í Bosníu og Hersegóvínu

Nú er komið að kveðjustund eftir yndislega daga í Biograd. Eftir góðan morgunverð verður stefnan tekin á Mostar í Bosníu og Hersegóvínu. Ekið verður um Neretva dalinn sem er sannkölluð „Kalifornía Króatíu“ en í dalnum er mesta appelsínurækt landsins. Það verður örugglega gert myndastopp á leið yfir til borgarinnar Mostar sem er ein af perlum

23. september | Skoðunarferð um Mostar

Nú ætlum við að fara saman í ljúfa göngu um miðbæ Mostar og auðvitað verður komið að frægu, gömlu brúnni Stari Most, sem var byggð af Ottómönum á sautjándu öld. Hún er yfir Neretva ána sem rennur um borgina. Í Bosníustríðinu árið 1993 var brúnni eytt með gríðalegum spengjuárásum, en árið 2005 var hún endurbyggð og er nú á heimsminjaskrá UNESCO sem tákn um friðsamlega sambúð mismunandi þjóðflokka í Mostar. Gamli bærinn er yndislegur og töfrandi blæbrigði matar og mannlífs er að finna frá öllum þessum mismunandi menningarheimum meðal bæjarbúa.

24. september | Frjáls dagur í Mostar

Eftir það verður frjáls tími til að kynnast þessari fallegu borg á eigin vegum og er tilvalið að kíkja inn til kaupmanna eða setjast niður á kaffihúsi og fylgjast með mannlífinu.

25. september | Heimferð frá Split

Ekið verður til flugvallarins í Split. Brottför þaðan kl. 18:55 og lent í Keflavík kl. 21:50 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er

Hótel

  • 15. - 22. september - Biograd
  • 22. - 25. september - Mostar

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Íris Sveinsdóttir

Ég heiti Íris Sveinsdóttir og er hárgreiðslumeistari að mennt. Ég rek hárgreiðslustofur bæði á Íslandi og í Þýskalandi, en þar bjó ég í rúm 20 ár þangað til að ég ákvað að flytja aftur heim til Íslands 2007. Eftir heimkomuna hóf ég leiðsögunám í Endurmenntun Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2009. Síðan þá hef ég starfað sem leiðsögumaður bæði hér heima og erlendis.

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

 

Tengdar ferðir




Póstlisti