Töfrandi Toskana

Töfrandi blær Toskana héraðsins á Ítalíu og yndislegt andrúmsloft ítölsku rivíerunnar með blaktandi pálmatrjám og hrífandi ströndum, leika við okkur í þessari skemmtilegu ferð. Ferðin hefst í hinni heillandi borg Parma sem er fyrrum hertogahöfuðborg og frægust fyrir sína heimsþekktu skinku og Parmesan ost. Nú bíður yndislegi bærinn Montecatini Terme eftir okkur sem er þekktastur fyrir náttúrulegar heilsulindir sínar og er því sannkölluð paradís fyrir vellíðunarunnendur. Þaðan verður farið í ævintýralegar ferðir þar sem við kynnumst menningu og listum landsins. Cinque Terre ströndin bíður eftir okkur í allri sinni dýrð og náttúrufegurð þorpana fimm umleikur okkur þegar við leggjum upp í lestarferð með viðkomu í þorpunum Manarola og Riomaggiore en þaðan er siglt til Monterosso. Við komum við í Lucca sem er ein af gömlu virkisborgunum og þar eigum við góða stund í vínsmökkun. Magnaður dagur bíður okkar í Flórens, einni glæsilegustu lista- og menningarborg landsins. Það er töfrandi upplifun að koma til Pisa og skoða skakka turninn, Basilíkukirkjuna og skírnarkapelluna á Piazza dei Miracoli torginu. Í þessari skemmtilegu ferð ferðumst við um þetta heillandi svæði sem er rómað fyrir fegurð. Við njótum þess jafnframt að slaka á og njóta líðandi stundar.

Verð á mann 329.900 kr.

28.200 kr. aukagjald fyrir einbýli.


Innifalið

  • 8 daga ferð.
  • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
  • Morgun- og kvöldverður á öllum hótelum.
  • Sigling við Cinque Terre ströndina.
  • Heimsókn og snarl hjá vínbónda. 
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
  • Hádegisverðir.
  • Þjórfé.
  • Forfalla- og ferðatryggingar.

Valfrjálst

  • Aðgangur í kirkjuna og skírnarkapelluna í Pisa u.þ.b. € 18.

Nánari upplýsingar

Vert er að hafa í huga að þrátt fyrir að Bændaferðir séu alla jafna þægilegar rútuferðir er alltaf einhver ganga, t.d. í bæjarferðum. Margar evrópskar borgir eru bæði hæðóttar og ójafnar undir fæti og aðgengi að áfangastöðum þannig að leggja þarf rútunni mislangt frá. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

13. september | Flug til Mílanó & Parma

Brottför frá Keflavík kl. 08:20 og mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Mílanó kl. 14:30 að staðartíma. Þaðan verður ekið á hótel í Parma þar sem gist verður fyrstu nóttina. 

14. september | Parma & Montecatini Terme

Hin heillandi borg Parma er fyrrum hertogahöfuðborg og er frægust fyrir sína heimsþekktu skinku. Hér má líka finna glæsilegan arkitektúr og meðal hápunktanna eru hertogahöllin, stórkostlega viðarleikhúsið Tatreo Farnese og hin fallega skírnarkapella dómkirkjunnar.
Eftir gönguskoðunarferð um Parma liggur leið okkar til Montecatini Terme í Toskana héraði þar sem gist verður í sex nætur á 4* hóteli. Á hótelinu er útisundlaug og heilsulind með nuddpotti, tyrknesku baði og hvíldarherbergi.

15. september | Lestarferð & sigling við Cinque Terre ströndina

Í dag verður ferðast með lest og farið í ævintýralega siglingu úti fyrir Cinque Terre ströndinni, einu stórfenglegasta svæði ítölsku rivíerunnar. Það er svo sannarlega ekki að ástæðulausu að Cinque Terre svæðið fór á heimsminjaskrá UNESCO árið 1997. Við tökum lestina frá La Spezia til Manarola og áfram til Riomaggiore en þaðan verður siglt til fagra þorpsins Monterosso. Tími mun gefast til að stoppa, fá sér hádegishressingu og kanna líf bæjarbúa í nokkrum vel völdum bæjum strandarinnar.

Opna allt

16. september | Ferð til Lucca & vínsmökkun

Við heimsækjum borgina Lucca í dag. Hún er helst þekkt sem gömul virkisborg en á 13. og 14. öld var hún ein af valdamestu borgum Evrópu. Mikilfenglegir virkisveggir hennar frá miðri 17. öld eru enn uppistandandi. Tónskáldið Puccini er fæddur í borginni en húsið sem hann fæddist hefur verið gert að safni. Við höldum í skoðunarferð um helstu staði borgarinnar og að henni lokinni verður farið í vínsmökkun þar sem við njótum víns úr héraðinu í fallegu landslagi Toskana.

17. september | Frjáls dagur í Montecatini Terme

Við hefjum daginn á góðum morgunverði og njótum þess að vera á þessum fagra stað sem þekktastur er fyrir náttúrulegar heilsulindir sínar. Fararstjóri röltir með þá sem það vilja inn í miðbæ Montecatini Terme og við könnum líf bæjarbúa. Eftir það er hægt að líta inn í verslanir, á kaffihús og veitingastaði. 

18. september | Dagur í Flórens

Nú er komið að einum hápunkti ferðarinnar. Það eru fáar borgir sem komast í hálfkvisti við Flórens. Hver kannast ekki við snillinga á borð við Leonardo da Vinci, Michelangelo, Botticelli, Galileo Galilei, Dante og Machiavelli en allir mörkuðu þeir sögu borgarinnar. Flórens er höfuðborg Toskanahéraðs og liggur á hásléttu rétt sunnan við Appenínafjöllin. Farið verður í skoðunarferð og að henni lokinni gefst fólki tækifæri til að upplifa borgina eftir eigin hentisemi, skoða áhugaverð kennileiti enn frekar, fara á söfn eða kynna sér framboð fjölmargra verslana eða veitingastaða borgarinnar.

19. september | Pisa & Kraftaverkatorgið

Það er yndislegt að koma til borgarinnar Pisa sem er þekktust fyrir skakka turninn á torginu, Piazza dei Miracoli. Bygging turnsins hófst árið 1173 og var þessum frístandandi klukkuturni, sem tilheyrir dómkirkjunni í Pisa, ætlað að standa lóðrétt en eftir byggingu annarrar hæðar hans tóku undirstöður turnsins að síga. Turninn er eitt af þremur mannvirkjum á Kraftaverkatorginu í Pisa. Við höldum í góða skoðunarferð um svæðið en eftir það er tími til að kanna staðinn á eigin vegum og fá sér hressingu.

20. september | Heimferð frá Mílanó

Við kveðjum Toskana eftir dásamlega ferð og ökum á flugvöllinn í Mílanó. Brottför kl. 15:30 og lending í Keflavík kl. 17:45 að staðartíma. 

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Hótel

  • Hotel Du Parc í Parma
  • Hotel Adua & Regina di Saba í Montecatini

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Guðný Margrét Emilsdóttir

Guðný Margrét Emilsdóttir heiti ég, búsett í dag á Íslandi en bjó um 20 ár á Ítalíu. Á Ítalíu fór ég ítölskunám í háskólabænum Perugia (Umbria) og það var ekki aftur snúið! Lengst af bjó ég í Mílanó en vann sem leiðsögumaður með Íslendinga meira og minna um alla Ítalía. Ég lít á Ítalíu sem mitt annað heimili, elska landið, fólkið, söguna, menninguna, tungumálið, matinn og vínið. Reyndar var uppáhalds tungumálið mitt í menntó latína sem hjálpaði mér heilmikið að ná fljótt tökum á ítölskunni.

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti