Seiðandi Sardinía

Glæsileg eyjaferð til Sardiníu þar sem við ferðumst í stórbrotinni náttúrufegurð. Hér er fjölbreytilegt landslag, einar fallegustu strendur Miðjarðarhafsins, tær sjór, hellar og víkur. Eyjan á sér merkilega sögu og ríka menningararfleifð og eyjarskeggjar eiga sitt eigið tungumál, sardu. Hér er einnig rík hefð fyrir handverki, vefnaði, skartgripum og leirmunum. Áður en siglt er yfir til Sardiníu heimsækjum við gömlu virkisborgina Lucca en hún er fæðingarborg tónskáldsins Puccini. Á Sardiníu bíður stórkostlega Costa Smeralda ströndin okkar í allri sinni dýrð en hún teygir sig yfir norðausturströndina og státar af einstaklega fögrum bæjum. Við gistum í bænum Baja Sardinia en Porto Rotondo, Porto Cervo ásamt fjallaþorpinu San Pantaleo verða einnig á vegi okkar. Við siglum til La Maddalena eyjanna þar sem við upplifum heillandi strendur sem minna um margt á karabíska hafið. Fjallafegurð Barbagía hálendisins umvefur okkur á leið til bæjarins Orgosolo en hann er einna þekktastur fyrir fjölbreytilegar veggmyndir. Við njótum hressingar að hætti hjarðmanna með söng og dansi. Við skoðum einnig konunglegar minjar frá bronsöld í Santa Antine sem eru einhverjar merkustu fornminjar eyjunnar. Blær miðalda er allt umlykjandi í fallegustu borg Sardiníu, Alghero, sem eitt sinn tilheyrði konungsríki Arogons á Spáni en þar gistum við seinni hluta ferðar. Fegurðin lætur ekki á sér standa í miðaldabænum Castelsardo, við Roccia dell‘ Eleante eða Fílaklettinn og við höfðann Capo Caccia á norðvesturströnd eyjunnar. Förum í ævintýralega siglingu að dropasteinshelli Neptúnusar og njótum þess að vera á þessari dásamlegu eyju. Við kveðjum Sardiníu eftir yndislega daga og siglum yfir til Barcelona, höfuðborgar Katalóníu, þar sem gist verður síðustu nóttina. Í þessari ferð njótum við töfra Sardiníu, næstu stærstu eyjunnar á Miðjarðarhafi, þar sem finna má gullnar sandstrendur, sægrænt haf, ilmandi gróður og dásamlega menningu. 

Verð á mann í tvíbýli 565.800 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 130.700 kr.


Innifalið

  • 15 daga ferð.
  • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
  • Morgun- og kvöldverður á hótelum.
  • Næturferja frá Livorno til Olbia ásamt kvöldverði.
  • Morgunverður í Olbia.
  • Dagsferja frá Porto Torres til Barcelona.
  • Sigling yfir á La Maddalena eyjuna.
  • Hjarðmanna veisla í Orgosolo.
  • Heimsókn til ólífu- og vínbónda.
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur.
  • Aðgangur að Nuragehe fornminjunum.
  • Sigling í helli Neptúnusar.
  • Hádegisverðir.
  • Þjórfé.
  • Ferða- og forfallatryggingar.

Hótel

  • 1 nótt Mercure Hotel Parma Stendhal í Parma
  • 1 nótt næturferja
  • 5 nætur Hotel Club Baja Sardinia í Costa Smeralda
  • 5 nætur Hotel Calabona í Alghero
  • 1 nótt Hotel SB Plaza Europa í Barcelona

Nánari upplýsingar

  • Vert er að hafa í huga að þrátt fyrir að Bændaferðir séu alla jafna þægilegar rútuferðir er alltaf einhver ganga, t.d. í bæjarferðum. Margar evrópskar borgir eru bæði hæðóttar og ójafnar undir fæti og aðgengi að áfangastöðum þannig að leggja þarf rútunni mislangt frá. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

25. maí | Flug til Mílanó

Brottför frá Keflavík kl. 08:00 og mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Mílanó kl. 14:10 að staðartíma. Ekið verður til ítölsku borgarinnar Parma þar sem gist verður fyrstu nóttina.

26. maí | Virkisbærinn Lucca & sigling frá Livorno

Dagurinn hefst í rólegheitum á góðum morgunverði. Við ferðumst síðan áfram til fallegu borgarinnar Lucca. Hún er þekkt sem gömul virkisborg og var fyrst stofnuð af Rómverjum. Lucca var ein af valdamestu borgum Evrópu frá 11. og fram á 12. öld. Mikilfenglegir virkisveggir hennar, sem flestir eru frá 16. og 17. öld, eru enn uppistandandi og setja ævintýralegan blæ á borginna. Ofan á veggjunum eru vinsælar göngu- og hjólaleiðir og þar er skemmtilegt mannlíf. Tónskáldið Puccini var fæddur í borginni og húsið sem hann fæddist í hefur verið gert að safni. Við höldum í skoðunarferð um helstu staði borgarinnar og einnig verður gefin tími til að líta inn á kaupmenn og fá sér hressingu. Síðdegis verður ekið til Livorno en þar förum við um borð í ferju og siglum til Sardínu. Kvöldverður bíður okkar á ferjunni. Gist er eina nótt á skipinu í tveggja manna klefum með sturtu og salernisaðstöðu.

27. maí | Morgunverður í Olbia & Baja Sardinia við Costa Smeralda

Skipið leggur að höfn í Golf Aranci snemma morguns og þaðan verður ekið til borgarinnar Olbia en hún er þekkt sem hliðið að Costa Smeralda, hinni 55 kílómetra löngu „gullnu“ strandlengju í norðausturhluta Sardiníu. Þessi borg er einstök en þar er reglan sú að engin hús mega vera hærri en tveggja hæða. Á Sardiníu finnast einar fallegustu strendur og flóar í Evrópu. Byrjað verður á góðum morgunverði inn í Olbia en þar á eftir verður farið í stutta skoðunarferð og síðan gefin frjáls tími sem hægt er að nýta til að rölta, skoða sig um og líta inn í skemmtilegar verslanir. Nú verður stefnan tekin á Baja Sardinia, fallegt þorp í hjarta Costa Smeralda strandarinnar, en það telst til eins af lúxus áfangastöðum Ítalíu og er einn af mest heillandi áfangastöðum Sardínu. Gist verður í fimm nætur í Baja Sardinia á góðu hóteli með einkaströnd.

Opna allt

28. maí | Perlur Costa Smeralda, Porto Rotondo & Porto Cervo

Framundan er skemmtilegur dagur sem byrjar á góðum morgunverði. Við höldum síðan í dagsferð eftir gullinni Costa Smeralda ströndinni, þar sem sægrænt hafið ber við sjóndeildarhringinn og loftið ilmar af macchia gróðri. Við ökum til Porto Rotondo sem er huggulegur strandbær við kyrrláta vík og eftir góða stund þar verður haldið áfram til Porto Cervo, hins heimsþekkta og vinsæla ferðamannabæjar. Porto Cervo var stofnaður árið 1962 af Karim Aga Khan IV sem lúxus sumardvalarstaður. Hér er fagurt um að lítast, kristaltær sjór og hvítar strendur með glæsilegum sumarhúsum og lúxusverslunum. Porto Cervo hefur laðað að ýmsar stjörnur yfir sumarmánuðina til að njóta bæði slökunar og skemmtunar, þar með talið meðlimi evrópskra konungsfjölskyldna. Hér gefum við okkur góðan tíma til að njóta dýrðarinnar. Það er upplagt að setjast niður, fá sér hressingu og njóta staðar og stundar.

29. maí │ Fjallabærinn San Pantaleo & útimarkaður

Á þessum ljúfa degi ætlum við að heimsækja hrífandi fjallabæinn San Pantaleo, listamannabæ með rómverskum minjum, kirkju og híbýlum hirðingja frá miðöldum sem kölluð eru Stazzi. Þetta er litríkur bær þar sem við ætlum að gefa okkur góðan tíma og njóta þessa að skoða lítil gallerí og fjölbreitt handverk íbúanna. Hér er einn vinsælasti útimarkaður norður Sardiníu og auðvitað skoðum við okkur um þar. Upplagt er að fá sér hressingu áður en ekið verður á hótel.

30. maí | Frjáls dagur við Costa Smeralda ströndina

Rólegheit og slökun er á dagskrá okkar í dag í Baja Sardinia. Nú er upplagt er að njóta aðstöðunnar við hótelið og baða sig í náttúrufegurð staðarins. Tilvalið er að fara í göngu með ströndinni eða taka góðan sundsprett í sjónum. Einnig er hægt að rölta um og kanna umhverfið betur, líta inn á kaupmenn staðarins og fá sér hressingu.

31. maí | Sigling yfir á La Maddalena eyjunna

Við höldum í siglingu yfir til La Maddalena eyjaklasans en hann samanstendur af sjö eyjum. Við verjum deginum á höfuðeyju klasans, La Maddalena. Farið verður í líflega skoðunarferð þar sem við kynnumst sögu og menningu eyjarskeggja. Einnig eyðum við drjúgum hluta dagsins á samnefndum höfuðstað eyjanna. Eyjunum er gjarnan líkt við eyjurnar í Karabíska hafinu sökum fallegra strandanna og tærs sjávarins sem er einstaklega túrkís blár. Hér er upplagt að slaka á í dásamlegu miðjarðarhafsloftslaginu undir pálmatré eða rölta og skoða sig um.

1. júní | Orgosolo, hjarðmanna veisla & borgin Alghero

Nú kveðjum við Baja Sardinia við Costa Smeralda ströndina eftir yndislega daga. Stefnan er tekin á Alghero en á leiðinni umvefur okkur fjallafegurð Barbagía hálendisins. Þar er rík hefð fyrir hjarðmennsku og tengingin við sauðfjárrækt og framleiðslu er stór þáttur í lífi þeirra sem hér búa. Hér hefur verið ræktað sérstakt sauðfjárkyn í árþúsundir og heimamenn eru mjög stoltir af Pecorino Sardo ostinum sem þeir framleiða. Við komum til bæjarins Orgosolo sem er þekktastur fyrir fjölbreytilegar veggmyndir eða Murales sem finna má á húsum bæjarins. Þessi vegglistaverk veita innsýn í daglegt líf og skoðanir íbúanna en upphafið að þessum teikningum er frá árinu 1968 þegar leiklistarhópur frá Mílanó hélt sýningu í bænum. Að skoðunarferð lokinni verður boðið upp á hádegisverð að hætti hjarðmanna með þjóðlagasöng og dansi en þessi stund er mikil upplifun og alltaf mjög skemmtileg. Við ökum síðan áleiðis til Alghero en á leiðinni þangað verður stoppað við Santa Antine, þar sem finna má einhverjar merkustu fornminjar Sardiníu. Hér er um að ræða konunglegar minjar frá bronsöld sem endurspegla Nuragehe menninguna sem þróaðist á eyjunni frá 14. - 8. aldar f. Kr. Í Alghero verður gist í fimm nætur á góðu hóteli með einkaströnd og útisundlaug.

2. júní | Castelardo & Capo Caccia

Í dag heimsækjum við fagra miðaldabæinn Castelsardo í Sassari héraðinu. Á leiðinni þangað verður staldrað við Roccia dell‘ Eleante, eða Fílaklettinn. Bærinn Castelardo var reistur árið 1102 af Doria fjölskyldunni frá Genúa, sem var ein sú valdmesta á sínum tíma, en þau stjórnuðu mörgum landsvæðum bæði á landi og á eyjunum í Miðjarðarhafi. Við förum í skemmtilega skoðunarferð í þessum yndislega bæ og göngum um þröngar, litlar göturnar í elsta hluta bæjarins. Eftir skoðunarferð verður frjáls tími til að fá sér hressingu. Næst verður ekið með Capo Caccia, sem er tilkomumikill höfði á norðvesturströnd Sardiníu, en hann hefur löngum verið mikilvægt kennileiti sjófarenda við Sardínu. Hér er heillandi landslag, stórkostlegt útsýni og mikil saga en mannvistarleyfar allt aftur til seinni hluta steinaldar hafa fundist í hellunum við höfðann. Í sjónum úti fyrir eru góð veiðisvæði og það er rótgróin hefð fyrir fiskveiðum við höfðann í gegnum árþúsundir. Í lok dags heimsækjum við ólífu- og vínbónda í nágrenni Alghero.

3. júní | Skoðunarferð í Alghero & frjáls tími

Í dag ætlum við að eiga yndislegan dag í virkisbænum Alghero. Hann er norðvestan megin á Sardiníu í Sassari héraði og er vafalaust einn sá fallegasti og skemmtilegasti á eyjunni. Alghero tilheyrði um tíma konungsríki Aragons frá Spáni. Katalónar gáfu bænum þetta nafn og katalóníska er opinbert tungumál eyjarskeggja. Við höldum í skemmtilega skoðunarferð um helstu staði og að henni lokinni er upplagt að fá sér hressingu og skoða sig betur um í bænum sem iðar af mannlífi. Eftir það verður gengið að kóralverkstæði en borgin er víðfræg fyrir skartgripi úr rauðum kórölum.

4. júní | Ævintýraleg sigling í Neptúnusar hellir

Þessi ljúfi dagur byjar á stuttri göngu inn í Alghero en þaðan verður farið í ævintýralega siglingu að Neptúnusar helli. Hann er meðal stórkoslegustu sjávarhella Miðjarðarhafssvæðisins og að koma þangað er einstök upplifun. Talið er að hellirinn hafi myndast fyrir um tveimur milljónum ára. Inni í honum er heillandi sjónarspil dropasteina, ljómandi hvítrar sandstrandar og risastórs neðanjarðar vatns. Eftir siglinguna er fjáls tími í Alghero fram að kvöldverði.

5. júní | Rólegheit og slökun í Alghero

Frjáls dagur til að njóta að vera á þessum dásamlega stað. Upplagt er að ganga inn í Alghero og njóta bæjarins á eigin vegum. Rölta um, líta inn í skemmtilegar verslanir, sitja á skemmtilegu kaffi-eða veitingahúsi og horfa á mannlífið. Einnig er upplagt að nota góða aðstöðu við hótelið okkar.

6. júní | Sigling frá Porto Torres & Barcelóna

Nú kveðjum við stórkostlegu eyjuna Sardiníu eftir yndislega og ljúfa daga. Við leggjum af stað mjög snemma í morgunsárið til Porto Torres en þar býður okkar ferja til Barcelona á Spáni. Við komum til Barcelona höfuðborgar Katalóníu undir kvöld. Gist verður þar í eina nótt á góðu hóteli.

7. júní | Heimflug frá Barcelona

Nú líður að lokum þessarar frábæru ferðar. Brottför frá Barcelona flugvelli kl. 15:45 og lending í Keflavík kl. 18:20 að staðartíma.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður Bjarnadóttir (Hófý) heiti ég og er fædd árið 1960 á Patreksfirði. Ég er móðir þriggja drengja og er búsett í Bæjaraskógi í Þýskalandi um þessar mundir með yngsta drenginn, Gabríel Daða. Eiginmaður minn er Norbert Birnböck sem er einn af bílstjórum Bændaferða.

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

 

Tengdar ferðir




Póstlisti