Aðventuprýði í Prag

28. nóvember – 1. desember 2025 (4 dagar)

Aðventan í gullborginni Prag í Tékklandi er yndisleg. Ljósadýrðin á þessum tíma er töfrum líkust og mikil jólastemning ríkjandi. Menning, listir og dulúð miðalda setja svip sinn á þessa dýrðlegu borg sem iðar af mannlífi og einkennist af glæstum byggingum, Karlsbrúnni, Hradčany kastalanum, gamla ráðhúsinu með stjörnuúrinu, kirkjum, listasöfnum, kristal og litskrúðugum verslunum. Á aðventunni er Prag einstaklega heillandi, lífleg aðventustemning um alla borg og óskaplega margt að skoða og upplifa. Jólamarkaðirnir í Prag eru með þeim mest heillandi í gjörvallri Evrópu. Dýrðin lætur ekki á sér standa og ilmurinn af steiktum pylsum, jólaglöggi, ristuðum möndlum og ýmsum öðrum kræsingum svífur um loftin. 

Verð á mann 169.900 kr. 

Aukagjald fyrir einbýli 40.600 kr.


Innifalið

  • 4 daga ferð.
  • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
  • Morgunverður á hóteli.
  • Einn kvöldverður á hóteli.
  • Einn kvöldverður á veitingastað frá 13. öld við ráðhústurninn.
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir, kláfa og kirkjur.
  • Siglingar og vínsmökkun.
  • Hádegisverðir.
  • Einn kvöldverður.
  • Þjórfé.

Valfrjálst

  • Aðgangur í gullgötuna og Hradčany kastalann ca € 13.

Nánari upplýsingar

Vert er að hafa í huga að þrátt fyrir að Bændaferðir séu alla jafna þægilegar rútuferðir er alltaf einhver ganga, t.d. í bæjarferðum. Margar evrópskar borgir eru bæði hæðóttar og ójafnar undir fæti og aðgengi að áfangastöðum þannig að leggja þarf rútunni mislangt frá. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

28. nóvember│ Flug til Prag í Tékklandi

Brottför frá Keflavík kl. 7:20. Mæting í Leifsstöð um 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Prag kl. 12:00 að staðartíma. Við höldum inn í þessa yndisleg borg þar sem við gistum í þrjár nætur á vel staðsettu hóteli.

29. nóvember │ Skoðunarferð í Prag

Fyrri part dags verður farið í skoðunarferð um þessa heillandi höfuðborg Tékklands. Íbúar borgarinnar eru 1,2 milljónir en Prag hefur um aldir verið ein helsta menningarmiðstöð Evrópu. Farið verður að Karlsbrúnni, ráðhúsinu með stjörnuklukkunni, í gyðingahverfið og á Wenceslas torgið svo eitthvað sé nefnt. Upplagt er að enda ferðina á aðventumarkaðinum við ráðhúsið. Þar er að finna handverk, skreytingar og úrval ýmiss konar varnings sem hentar vel í jólapakkana. Einnig má fá innsýn í matarmenningu borgarinnar en í boði eru fjölbreyttar freistingar í mat og drykk. Þar má nefna Trdelník, sem er sætabrauð, vánočka, jólabrauð Tékka, hunangsvínið medovina og jólakökuna Medovník, grillaðar pylsur sem nefnast Klobása, vinsælt flatbrauð með áleggi, Langoš, steiktur ostur sem er einstakur götumatur í Tékklandi og jólaglöggina svařák. Það fer enginn svangur eða þyrstur heim af jólamarkaðinum.

30. nóvember│ Frjáls dagur

Við njótum dagsins í þessari fögru og heillandi borg. Upplagt er að skoða sig betur um í borginni og kanna líf bæjarbúa á aðventunni. Um kvöldið er sameiginlegur kvöldverður á veitingastað frá 13. öld sem stendur við ráðhústurninn, en ein af frægustu stjörnuklukkum veraldar prýðir turninn.

Opna allt

1. desember│ Heimferð frá Prag

Eftir indæla og skemmtilega ferð verður ekið á flugvöllinn í Prag. Brottför þaðan kl. 12:55 og lending í Keflavík kl. 16:00 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Hótel

  • Hotel Century Old Town Prague - MGallery

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Pavel Manásek

Pavel Manasek hóf píanónám sex ára gamall. Hann lagði stund á orgelleik í Konservatoríinu í Kromeris og síðan í Prag-akademíunni. Pavel starfaði sem organisti og söngstjóri við Háteigskirkju 1993-1999 og á árunum 1991-1993 sem organisti og skólastjóri Tónlistarskólans á Djúpavogi. Jafnframt var hann undirleikari og hjá leiklistardeild Listaháskóla Íslands. 

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti