Aðventufegurð í Nürnberg

Töfrandi aðventuferð til gömlu ríkisborgarinnar Nürnberg, höfuðborgar Franken héraðs. Ilmurinn af jólaglöggi, hunangskökum og steiktum pylsum svífur yfir borginni en hún er fræg fyrir pylsurnar sínar og einnig fyrir fallegt tréhandverk, m.a. hnetubrjóta og spiladósir með kertaljósum. Í þessari yndislegu borg er margt að skoða, t.d. gamla borgarvirkið, kirkjur, söfn og hús Albrecht Dürer málara. Einnig má nefna handverksmarkað, keisarakastalann sem trónir yfir borginni og mjög skemmtilegt verslunarhverfi. Svo má ekki gleyma einum elsta og stærsta aðventumarkaði landsins. Ferðin hefst á flugi til München en þaðan verður ekið til Nürnberg þar sem gist verður á hóteli í miðborginni. Dásamleg skoðunarferð verður til Bamberg sem byggð er á sjö hæðum en elsti hluti borgarinnar fór á heimsminjaskrá UNESCO árið 1993. Þetta er yndisleg borg sem við njótum og hrífumst af á aðventunni. Aðventumarkaðir borgarinnar eru töfrandi og jólastemningin alltumlykjandi.

Verð á mann 219.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 71.900 kr.


Innifalið

  • 5 daga ferð.
  • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
  • Morgunverður allan tímann á hóteli.
  • Sameiginlegur kvöldverður 6. desember á hótelinu.
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
  • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll.
  • Hádegisverðir.
  • Þrír kvöldverðir.
  • Þjórfé.

Valfrjálst

  • Albrecht Dürer húsið u.þ.b. € 6.

Nánari upplýsingar

Vert er að hafa í huga að þrátt fyrir að Bændaferðir séu alla jafna þægilegar rútuferðir er alltaf einhver ganga, t.d. í bæjarferðum. Margar evrópskar borgir eru bæði hæðóttar og ójafnar undir fæti og aðgengi að áfangastöðum þannig að leggja þarf rútunni mislangt frá. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

4. desember | Flug til München & Nürnberg

Brottför frá Keflavík kl. 7:20. Mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 12:05 að staðartíma. Þaðan verður ekið til gömlu ríkisborgarinnar Nürnberg þar sem gist verður í fjórar nætur. Þegar allir eru búnir að koma sér fyrir á hótelinu röltum við saman að einum elsta aðventumarkaði Þýskalands þar sem gefinn verður frjáls tími til að kanna umhverfið og fá sér kvöldverð.

5. desember | Aðventudýrð í Nürnberg

Nú verður farið í skoðunarferð um Nürnberg, þessa gömlu ríkis- og virkisborg, sem er sú önnur stærsta í Bæjaralandi. Þessi líflega og skemmtilega borg er með um 550.000 íbúa og þar er margt að skoða, borgarmúrinn, kirkjur, söfn og Kaiserburg kastalann. Svo má ekki gleyma einum elsta og stærsta aðventumarkaði landsins sem er sérlega glæsilegur. Það er ótrúlegt en satt að nærri 90% allra bygginga í borginni skemmdust í seinni heimsstyrjöldinni en stór hluti þeirra hefur verið endurbyggður í upprunalegri mynd. Farið verður í skoðunarferð um borgina, fyrst með rútu og síðan stutt ganga frá kastalanum að Albrecht Dürer húsinu, þar skoðum við íbúðarhúsið hans og myndir. Eftir það er stutt ganga niður á jólamarkaðinn þar sem er upplagt að við fáum okkar heitan jóladrykk saman. Því næst er frjáls tími til að kanna borgina á eigin vegum, fá sér hressingu og upplifa aðventustemninguna

6. desember | Dagsferð til Bamberg

Eftir notalegan morgunverð verður ekin fögur leið til Bamberg sem byggð er á sjö hæðum en elsti hluti borginnar fór á heimsminjaskrá UNESCO árið 1993. Þetta er yndisleg borg sem við njótum og hrífumst af á aðventunni. Bamberg er lítil en íbúar hennar eru um 72.000. Borgin er mjög falleg og lífleg og mikið um dýrðir á aðventunni. Þrátt fyrir smæðina prýða hana margar merkar byggingar s.s. dómkirkjan, höll biskupsins, Karmelitaklaustrið og gamla ráðhúsið. Ekki má gleyma reykbjórnum sem Schlenkerla kráin er fræg fyrir. Aðventumarkaðir borgarinnar eru töfrandi og jólastemningin alltumlykjandi. Eftir stutta skoðunarferð verður gefin frjáls tími til að kanna borgina á eigin vegum, fá sér hressingu og ekki láta kaupmenn sig vanta á þessum árstíma. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður á hótelinu okkar

Opna allt

7. desember | Frjáls dagur í Nürnberg

Í dag verður frjáls dagur. Upplagt er að líta á aðventumarkaðinn og í verslanir. Einnig er hægt að nota tímann og skoða söfn borgarinnar sem eru ófá. Nürnberg er bæði lífleg og skemmtileg og margt er í boði. Auðvitað verður fararstjóri ykkur innan handar ef þið viljið nýta daginn til að líta inn á söfn borgarinnar eða aðra áhugaverða staði.

8. desember | Heimferð frá München

Nú er komið að heimferð eftir dýrðardaga. Eftir morgunverð verður ekið til München. Brottför þaðan kl. 13:00 og lending í Keflavík kl. 16:00 að staðartíma.
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum.

Hótel

  • NH Collection Nürnberg City

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Arinbjörn Vilhjálmsson

Arinbjörn hefur lengi starfað sem leiðsögumaður og fararstjóri í frístundum. Hann hefur verið leiðsögumaður þýskumælandi ferðamanna á Íslandi frá árinu 1991 og fór sem fararstjóri í sína fyrstu bændaferð árið 1997. Hann hefur veitt farastjórn í bændaferðum til Þýskalands, Austurríkis, Ítalíu, Sviss, Frakklands, Spánar og á Íslendingaslóðir í Manitoba og Norður-Dakóta.

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti